Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 10:11 Rússar hafa síðastliðna mánuði beint árásum sínum að orkuinnviðum í Úkraínu. Getty/Gian Marco Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. „Ástandið í Odesa er mjög erfitt,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Að sögn Selenskí hafa yfirvöld í Noregi sent hundrað þúsund dali til að endurbyggja orkuinnviði landsins. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greindi talsmaður stjórnvalda í Odesa frá því að rafmagni verði komið aftur á næstu dögum en að það muni taka tvo til þrjá mánuði að laga orkukerfið að fullu. The situation in Odesa region is very difficult. After the night strike by Iranian drones, Odesa and other cities and villages of the region are in the dark. So far, more than 1.5 million people in Odesa are without electricity - @ZelenskyyUa pic.twitter.com/cuTwD8MPm9— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) December 10, 2022 Í Facebook færslu, sem var síðan eytt, var fólk hvatt til að flýja borgina en talsmaðurinn segir stjórnvöld í borginni ekki hafa beint því til borgara. Rússar hafa síðustu mánuði einblínt á orkuinnviði í Úkraínu og er árásin í Odesa nýjasta útspilið en íranskir drónar voru notaðir við árásina. Úkraínski herinn sagði á Facebook að fimmtán drónar hafi stefnt á skotmörk í Odesa og Mykolaiv en að tíu hafi verið skotnir niður. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 10 December 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/32IwfHj0a1 #StandWithUkraine pic.twitter.com/gT1KKRBrap— Ministry of Defence (@DefenceHQ) December 10, 2022 Varnamálaráðuneyti Bretlands telur líklegt að hernaðarlegur stuðningur Írana við Rússa muni aukast á næstu mánuðum. Einblína á austurhluta Úkraínu Rúmlega níu mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að staðan væri áfram mjög erfið á mörgum svæðum í austurhluta landsins þar sem Rússar hafa verið að sækja fram af miklum þunga. Rússar halda áfram að sækja fram í austurhluta landsins, einna helst í Donetsk og Luhansk. Borgin Bakhmut er gjöreyðilögð að sögn forseta Úkraínu. AP/LIBKOS Borgir á borð við Bakhmut, Soledar, Maryinka og Kreminna hafi sætt linnulausum árásum og Rússar til að mynda gjöreyðilagt Bakhmut í Donbas. Úkraínski herinn berst nú við Rússa í Donetsk og Luhansk, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti innlimaði ólöglega í september. Mestu átökin hafi verið í Bakhmut en Rússar hafi einblínt á þann stað eftir að Úkraínumenn náðu Kherson aftur á sitt vald í síðasta mánuði. Á milli föstudags og laugardags greindi úkraínski herinn frá um tuttugu loftárásum og fleiri en sextíu flugskeytaárásum af hálfu Rússa, að því er kemur fram í frétt AP. Greint hafi verið frá árásum í Kharkív og Sumu í norðausturhluta landsins, Dnipropetrovsk miðsvæðis í Úkraínu, Saporísja í suðaustri og Kherson í suðri. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Tengdar fréttir Settu upp eldflaugaskotpalla við stærsta kjarnorkuver Evrópu Rússar eru nú sagðir hafa sett upp fjölda eldflaugaskotpalla við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu. 9. desember 2022 07:30 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04 Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn Bandaríkjamenn hafa fordæmt Rússa fyrir óábyrgt tal um mögulega notkun kjarnorkuvopna eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf það í skyn í gær að áhættan á notkun vopnanna væri að aukast en að Rússar yrðu ekki fyrstir til að grípa til þeirra. 8. desember 2022 07:08 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
„Ástandið í Odesa er mjög erfitt,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Að sögn Selenskí hafa yfirvöld í Noregi sent hundrað þúsund dali til að endurbyggja orkuinnviði landsins. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greindi talsmaður stjórnvalda í Odesa frá því að rafmagni verði komið aftur á næstu dögum en að það muni taka tvo til þrjá mánuði að laga orkukerfið að fullu. The situation in Odesa region is very difficult. After the night strike by Iranian drones, Odesa and other cities and villages of the region are in the dark. So far, more than 1.5 million people in Odesa are without electricity - @ZelenskyyUa pic.twitter.com/cuTwD8MPm9— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) December 10, 2022 Í Facebook færslu, sem var síðan eytt, var fólk hvatt til að flýja borgina en talsmaðurinn segir stjórnvöld í borginni ekki hafa beint því til borgara. Rússar hafa síðustu mánuði einblínt á orkuinnviði í Úkraínu og er árásin í Odesa nýjasta útspilið en íranskir drónar voru notaðir við árásina. Úkraínski herinn sagði á Facebook að fimmtán drónar hafi stefnt á skotmörk í Odesa og Mykolaiv en að tíu hafi verið skotnir niður. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 10 December 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/32IwfHj0a1 #StandWithUkraine pic.twitter.com/gT1KKRBrap— Ministry of Defence (@DefenceHQ) December 10, 2022 Varnamálaráðuneyti Bretlands telur líklegt að hernaðarlegur stuðningur Írana við Rússa muni aukast á næstu mánuðum. Einblína á austurhluta Úkraínu Rúmlega níu mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að staðan væri áfram mjög erfið á mörgum svæðum í austurhluta landsins þar sem Rússar hafa verið að sækja fram af miklum þunga. Rússar halda áfram að sækja fram í austurhluta landsins, einna helst í Donetsk og Luhansk. Borgin Bakhmut er gjöreyðilögð að sögn forseta Úkraínu. AP/LIBKOS Borgir á borð við Bakhmut, Soledar, Maryinka og Kreminna hafi sætt linnulausum árásum og Rússar til að mynda gjöreyðilagt Bakhmut í Donbas. Úkraínski herinn berst nú við Rússa í Donetsk og Luhansk, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti innlimaði ólöglega í september. Mestu átökin hafi verið í Bakhmut en Rússar hafi einblínt á þann stað eftir að Úkraínumenn náðu Kherson aftur á sitt vald í síðasta mánuði. Á milli föstudags og laugardags greindi úkraínski herinn frá um tuttugu loftárásum og fleiri en sextíu flugskeytaárásum af hálfu Rússa, að því er kemur fram í frétt AP. Greint hafi verið frá árásum í Kharkív og Sumu í norðausturhluta landsins, Dnipropetrovsk miðsvæðis í Úkraínu, Saporísja í suðaustri og Kherson í suðri.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Tengdar fréttir Settu upp eldflaugaskotpalla við stærsta kjarnorkuver Evrópu Rússar eru nú sagðir hafa sett upp fjölda eldflaugaskotpalla við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu. 9. desember 2022 07:30 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04 Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn Bandaríkjamenn hafa fordæmt Rússa fyrir óábyrgt tal um mögulega notkun kjarnorkuvopna eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf það í skyn í gær að áhættan á notkun vopnanna væri að aukast en að Rússar yrðu ekki fyrstir til að grípa til þeirra. 8. desember 2022 07:08 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Settu upp eldflaugaskotpalla við stærsta kjarnorkuver Evrópu Rússar eru nú sagðir hafa sett upp fjölda eldflaugaskotpalla við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu. 9. desember 2022 07:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04
Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn Bandaríkjamenn hafa fordæmt Rússa fyrir óábyrgt tal um mögulega notkun kjarnorkuvopna eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf það í skyn í gær að áhættan á notkun vopnanna væri að aukast en að Rússar yrðu ekki fyrstir til að grípa til þeirra. 8. desember 2022 07:08