70 ár frá banvænni þoku í Lundúnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2022 14:31 Þétt þoka við Piccadilly Circus 6. desember 1952. Getty Images Bretar minnast þess í þessari viku að 70 ár eru liðin síðan þykkasta og banvænasta þoka sem sögur fara af lagðist yfir höfuðborgina í heila 5 daga. Talið er að 12.000 manns hafi látist vegna þokunnar. Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum. Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum.
Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent