„Ætla ekki að koma með söluræðu“ Atli Arason skrifar 9. desember 2022 23:55 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins. „Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54