Céline Dion með ólæknandi taugasjúkdóm og frestar tónleikum Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 13:17 Celine Dion er ein frægasta söngkona heims. EPA Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Dion greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnir að vegna sjúkdómsins hafi hún neyðst til að ýmist fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum. „Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion. Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fleiri fréttir Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Sjá meira
„Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion.
Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fleiri fréttir Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Sjá meira