Ákall um 300 milljóna lífsbjörg Tómas A. Tómasson skrifar 8. desember 2022 12:00 Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður rétt leiðir hann oft til dauða. Sjúklingurinn einangrast félagslega, hann missir atvinnuna og fjármálin fara í rúst. Lífsgleðin fjarar út, myrkrið tekur við og í sumum tilvikum er neyðarúrræðið sjálfsvíg. Þá eru ótaldar andvökunætur, angist og vonleysi aðstandenda sem ekkert fá að gert. En ég hef líka upplifað hvernig SÁÁ hefur kveikt lífslöngunina hjá fólki sem virtist í vonlausri stöðu vegna vímuefnaleyslu. Komið því á braut batans sem síðan heldur áfram með atfylgi AA samtakanna. Óumdeilt er að SÁÁ gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Með hverjum sjúklingi sem öðlast bata frá alkóhólisma gjörbreytist líðan margra í kringum hann. Í vaxandi fíkniefnavanda er sterkt ákall úti í samfélaginu eftir aukinni bráðaþjónustu SÁÁ og að stjórnvöld standi þétt við bakið á samtökunum. Biðlistarnir eru allt of langir og samtökin skortir 300 milljónir til að geta annað skilgreindu hlutverki sínu. Inga Sæland lagði fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022 þess efnis að ríkið leggi SÁÁ til þessar 300 milljónir sem svo brýn þörf er á. Tillaga hennar var felld. Þá hefur Eyjólfur Ármannsson lagt fram breytingartilllögu að sömu fjárhæð við fjárlögin fyrir næsta ár. Við skulum vona að ríkisstjórnin sjái að sér og verði við ákalli þingmanna Flokks fólksins um þessa 300 milljóna króna lífsbjörg. Alltof margir látast hérlendis úr þessum skæða sjúkdómi á hverju ári og það er sár eftirsjá að þeim mannauði. Hér er einfaldlega svo mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður rétt leiðir hann oft til dauða. Sjúklingurinn einangrast félagslega, hann missir atvinnuna og fjármálin fara í rúst. Lífsgleðin fjarar út, myrkrið tekur við og í sumum tilvikum er neyðarúrræðið sjálfsvíg. Þá eru ótaldar andvökunætur, angist og vonleysi aðstandenda sem ekkert fá að gert. En ég hef líka upplifað hvernig SÁÁ hefur kveikt lífslöngunina hjá fólki sem virtist í vonlausri stöðu vegna vímuefnaleyslu. Komið því á braut batans sem síðan heldur áfram með atfylgi AA samtakanna. Óumdeilt er að SÁÁ gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Með hverjum sjúklingi sem öðlast bata frá alkóhólisma gjörbreytist líðan margra í kringum hann. Í vaxandi fíkniefnavanda er sterkt ákall úti í samfélaginu eftir aukinni bráðaþjónustu SÁÁ og að stjórnvöld standi þétt við bakið á samtökunum. Biðlistarnir eru allt of langir og samtökin skortir 300 milljónir til að geta annað skilgreindu hlutverki sínu. Inga Sæland lagði fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022 þess efnis að ríkið leggi SÁÁ til þessar 300 milljónir sem svo brýn þörf er á. Tillaga hennar var felld. Þá hefur Eyjólfur Ármannsson lagt fram breytingartilllögu að sömu fjárhæð við fjárlögin fyrir næsta ár. Við skulum vona að ríkisstjórnin sjái að sér og verði við ákalli þingmanna Flokks fólksins um þessa 300 milljóna króna lífsbjörg. Alltof margir látast hérlendis úr þessum skæða sjúkdómi á hverju ári og það er sár eftirsjá að þeim mannauði. Hér er einfaldlega svo mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar