Birkir nýr forstjóri TM Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 09:10 Birkir Jóhannsson. TM Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni. Í tilkynningu frá TM segir að Birkir hafi undanfarin misseri gegnt stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS og hafi mikla reynslu af fjármálamörkuðum. „Áður en hann hóf störf hjá VÍS starfaði Birkir m.a. hjá Birti Capital Partners, Valitor, Arion banka og Lögmönnum Höfðabakka. Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmaður. Birkir mun taka sæti í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku. Þegar breytingar sem tilkynntar voru þann 5.12 sl. verða komnar til framkvæmda mun framkvæmdastjórn samstæðu Kviku samanstanda af framkvæmdastjórn Kviku banka, forstjóra TM, framkvæmdastjóra Kviku eignastýringar og framkvæmdastjóra Kviku Securites í London. Í framkvæmdastjórn TM sitja auk Birkis: Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri fjárfestinga, Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu, Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga, og Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs,“ segir í tilkynningunni. Fullur tilhlökkunar Haft er eftir Birki að hann sé fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá TM og kynnast því frábæra starfsfólki sem þar starfi. „Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum tryggingamarkaði á síðastliðnum árum. Samhliða því eru að verða breytingar á þeim samskipta- og dreifileiðum sem neytendur kjósa. TM og Kvika eru í kjörstöðu til að nýta sér þessar breytingar og er ég stoltur af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð,“ segir Birkir. Inga Björg Hjaltadóttir, stjórnarformaður TM.TM Krefjandi breytingarferli Þá er haft eftir Ingu Björg Hjaltadóttur, stjórnarformanni TM, að stjórn sé afar ánægð með að fá Birki inn í stjórnendateymið hjá TM til að leiða vegferð félagsins sem framundan er. „Hann býr yfir margþættri reynslu úr fyrri störfum sem fellur einstaklega vel að stefnu TM hvað varðar stafræna þróun og tengingu við öflugar lausnir samstæðu Kviku á því sviði. Á sama tíma vil ég þakka Sigurði Viðarssyni fyrir störf sín sem forstjóri TM. Hann hefur á farsælan hátt leitt krefjandi breytingarferli í kjölfar samruna TM og Kviku og það er gott fyrir TM að hann verður áfram sterk rödd í samstæðu Kviku sem aðstoðarforstjóri. Sigurður hefur átt mjög farsælan feril sem forstjóri TM s.l. 15 ár, félagið hefur verið í fararbroddi í þróun á tryggingamarkaði og reksturinn verið afar traustur.“ Vistaskipti Tryggingar Kvika banki Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Í tilkynningu frá TM segir að Birkir hafi undanfarin misseri gegnt stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS og hafi mikla reynslu af fjármálamörkuðum. „Áður en hann hóf störf hjá VÍS starfaði Birkir m.a. hjá Birti Capital Partners, Valitor, Arion banka og Lögmönnum Höfðabakka. Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmaður. Birkir mun taka sæti í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku. Þegar breytingar sem tilkynntar voru þann 5.12 sl. verða komnar til framkvæmda mun framkvæmdastjórn samstæðu Kviku samanstanda af framkvæmdastjórn Kviku banka, forstjóra TM, framkvæmdastjóra Kviku eignastýringar og framkvæmdastjóra Kviku Securites í London. Í framkvæmdastjórn TM sitja auk Birkis: Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri fjárfestinga, Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu, Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga, og Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs,“ segir í tilkynningunni. Fullur tilhlökkunar Haft er eftir Birki að hann sé fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá TM og kynnast því frábæra starfsfólki sem þar starfi. „Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum tryggingamarkaði á síðastliðnum árum. Samhliða því eru að verða breytingar á þeim samskipta- og dreifileiðum sem neytendur kjósa. TM og Kvika eru í kjörstöðu til að nýta sér þessar breytingar og er ég stoltur af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð,“ segir Birkir. Inga Björg Hjaltadóttir, stjórnarformaður TM.TM Krefjandi breytingarferli Þá er haft eftir Ingu Björg Hjaltadóttur, stjórnarformanni TM, að stjórn sé afar ánægð með að fá Birki inn í stjórnendateymið hjá TM til að leiða vegferð félagsins sem framundan er. „Hann býr yfir margþættri reynslu úr fyrri störfum sem fellur einstaklega vel að stefnu TM hvað varðar stafræna þróun og tengingu við öflugar lausnir samstæðu Kviku á því sviði. Á sama tíma vil ég þakka Sigurði Viðarssyni fyrir störf sín sem forstjóri TM. Hann hefur á farsælan hátt leitt krefjandi breytingarferli í kjölfar samruna TM og Kviku og það er gott fyrir TM að hann verður áfram sterk rödd í samstæðu Kviku sem aðstoðarforstjóri. Sigurður hefur átt mjög farsælan feril sem forstjóri TM s.l. 15 ár, félagið hefur verið í fararbroddi í þróun á tryggingamarkaði og reksturinn verið afar traustur.“
Vistaskipti Tryggingar Kvika banki Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira