Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 12:08 Lögregluþjónar leiða Hinrik XIII, prins af Reuss ætti, eftir að hann var handtekinn í morgun. AP/DPA/Boris Roessler Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. Hann 71 árs gamli Hinrik kallar sig prins og er sagður tilheyra Reuss-ættinni, sem drottnaði á árum áður yfir hluta Austur-Þýskalands. Reuters vitnar í þýska saksóknara sem segja Hinrik hafa leitað til ráðamanna í Rússlandi því hann hafi talið Rússa mikilvæga í þeirri nýjum heimsskipan sem hann vildi mynda. Engar vísbendingar eru um að Rússar hafi svarað honum. Aðrir meðlimir Reuss-ættarinnar höfðu áður útskúfað Hinriki vegna öfga hans. Hinrik og aðrir sem voru handteknir eru sagðir tengjast Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. Alls voru 25 handteknir í aðgerðum morgunsins, þar af einn Rússi. Einn þeirra var handtekinn í Austurríki og annar á Ítalíu. Hópurinn er einnig sagður innihalda Birgit Malasack-Winkemann, fyrrverandi þingkonu þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Sjá einnig: Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Saksóknarar segja 27 aðra grunaða um aðild að ráðabrugginu. Þýski miðillinn DW segir yfirmann í sérsveitum Þýskalands vera meðal hinna grunuðu auk annarra hermanna í þýska hernum. Hinrik og aðrir sem voru handteknir í morgun eru sagðir hafa ætlað sér að gera árás á þýska þinghúsið og taka þar fólk í gíslingu. Síðan hafi þeir ætlað að mynda nýja ríkisstjórn undir stjórn Hinriks. Fram hefur komið að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. DW segir einnig að tilefni aðgerða lögreglunnar í morgun hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Fólk sem tengist hreyfingunni er sagt aðhyllast margvíslegum samsæriskenningum eins og Q-anon og trúa því að einhvers konar djúpríki stjórni Þýskalandi. Þýskaland Tengdar fréttir 29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. 17. september 2020 13:59 Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um árásir á stjórnmálamenn, hælisleitendur og múslima. 16. febrúar 2020 14:54 Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Valkostur fyrir Þýskaland mælist nú örlítið stærri en annar ríkisstjórnarflokkurinn í Þýskalandi. 4. september 2018 23:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Hann 71 árs gamli Hinrik kallar sig prins og er sagður tilheyra Reuss-ættinni, sem drottnaði á árum áður yfir hluta Austur-Þýskalands. Reuters vitnar í þýska saksóknara sem segja Hinrik hafa leitað til ráðamanna í Rússlandi því hann hafi talið Rússa mikilvæga í þeirri nýjum heimsskipan sem hann vildi mynda. Engar vísbendingar eru um að Rússar hafi svarað honum. Aðrir meðlimir Reuss-ættarinnar höfðu áður útskúfað Hinriki vegna öfga hans. Hinrik og aðrir sem voru handteknir eru sagðir tengjast Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. Alls voru 25 handteknir í aðgerðum morgunsins, þar af einn Rússi. Einn þeirra var handtekinn í Austurríki og annar á Ítalíu. Hópurinn er einnig sagður innihalda Birgit Malasack-Winkemann, fyrrverandi þingkonu þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Sjá einnig: Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Saksóknarar segja 27 aðra grunaða um aðild að ráðabrugginu. Þýski miðillinn DW segir yfirmann í sérsveitum Þýskalands vera meðal hinna grunuðu auk annarra hermanna í þýska hernum. Hinrik og aðrir sem voru handteknir í morgun eru sagðir hafa ætlað sér að gera árás á þýska þinghúsið og taka þar fólk í gíslingu. Síðan hafi þeir ætlað að mynda nýja ríkisstjórn undir stjórn Hinriks. Fram hefur komið að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. DW segir einnig að tilefni aðgerða lögreglunnar í morgun hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Fólk sem tengist hreyfingunni er sagt aðhyllast margvíslegum samsæriskenningum eins og Q-anon og trúa því að einhvers konar djúpríki stjórni Þýskalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir 29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. 17. september 2020 13:59 Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um árásir á stjórnmálamenn, hælisleitendur og múslima. 16. febrúar 2020 14:54 Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Valkostur fyrir Þýskaland mælist nú örlítið stærri en annar ríkisstjórnarflokkurinn í Þýskalandi. 4. september 2018 23:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. 17. september 2020 13:59
Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um árásir á stjórnmálamenn, hælisleitendur og múslima. 16. febrúar 2020 14:54
Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Valkostur fyrir Þýskaland mælist nú örlítið stærri en annar ríkisstjórnarflokkurinn í Þýskalandi. 4. september 2018 23:30