Úkraínumenn sagðir gera drónaárásir langt inni í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 09:01 Hermaður fylgist með Tu-95-sprengjuflugvél á flugbraut á herflugvellinum í Engels í Rússlandi árið 2008. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárás á flugvöllinn í gær. Vísir/Getty Drónaárás olli tjóni á olíubirgðastöð við flugvöll í Rússlandi nærri landamærunum að Úkraínu í nótt. Hún kemur beint í kjölfar úkraínskra árása á flugvelli langt inni í Rússlandi í gær. New York Times hefur eftir Roman Starovoit, ríkisstjóranum í Kúrskhéraði í Rússlandi að engan hafi sakað í drónaárásinni þar snemma í morgun. Búið væri að slökkva eld sem kviknaði í stöðinni. Rússneski herinn notar flugvöllinn sem ráðist var á en hann er einnig notaður í borgaralegum tilgangi. Þá virðast Úkraínumenn hafa borið ábyrgð á sprengingum á rússneskar herstöðvar í Rjazan og Engels, hundruð kílómetra frá landamærunum, í gær. Bandaríska blaðið hefur það eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu og úkraínskum embættismanni að úkraínskir drónar hafi lent á herstöðvunum. Þrír hermenn eru sagðir hafa fallið og fjórir aðrir særst. Úkraínski heimildarmaður New York Times segir að drónarnir hafi tekið á loft í Úkraínu. Sérsveit á staðnum hafi hjálpað að minnsta kosti öðrum þeirra að finna skotmark sitt. Rússar fullyrða að þeir hafi stöðvað drónana en að mannfallið og tjón á tveimur flugvélum hafi orðið þegar drónarnir hröpuðu og brakið sprakk. Engels-herflugvöllurinn við ána Volgu er bækistöð fyrir langdræg vopn rússneska hersins, þar á meðal kjarnorkusprengjuflugvélar. Úkraínumenn halda því fram að herstöðin sé einnig notuð til þess að stýra linnulausum flugskeytaárásum á innviði landsins, þar á meðal rafstöðvar og vatnsveitu. Kort sem sýnir staðsetningu herflugvallanna tveggja í Rjazan og Engels sem Úkraínumenn eru sagðir hafa ráðist á með drónum.AP Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
New York Times hefur eftir Roman Starovoit, ríkisstjóranum í Kúrskhéraði í Rússlandi að engan hafi sakað í drónaárásinni þar snemma í morgun. Búið væri að slökkva eld sem kviknaði í stöðinni. Rússneski herinn notar flugvöllinn sem ráðist var á en hann er einnig notaður í borgaralegum tilgangi. Þá virðast Úkraínumenn hafa borið ábyrgð á sprengingum á rússneskar herstöðvar í Rjazan og Engels, hundruð kílómetra frá landamærunum, í gær. Bandaríska blaðið hefur það eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu og úkraínskum embættismanni að úkraínskir drónar hafi lent á herstöðvunum. Þrír hermenn eru sagðir hafa fallið og fjórir aðrir særst. Úkraínski heimildarmaður New York Times segir að drónarnir hafi tekið á loft í Úkraínu. Sérsveit á staðnum hafi hjálpað að minnsta kosti öðrum þeirra að finna skotmark sitt. Rússar fullyrða að þeir hafi stöðvað drónana en að mannfallið og tjón á tveimur flugvélum hafi orðið þegar drónarnir hröpuðu og brakið sprakk. Engels-herflugvöllurinn við ána Volgu er bækistöð fyrir langdræg vopn rússneska hersins, þar á meðal kjarnorkusprengjuflugvélar. Úkraínumenn halda því fram að herstöðin sé einnig notuð til þess að stýra linnulausum flugskeytaárásum á innviði landsins, þar á meðal rafstöðvar og vatnsveitu. Kort sem sýnir staðsetningu herflugvallanna tveggja í Rjazan og Engels sem Úkraínumenn eru sagðir hafa ráðist á með drónum.AP
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira