Dularfullar sprengingar á tveimur herstöðvum í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 12:48 TU-95 sprengjuvélum flogið yfir Moskvu. epa/Sergei Ilnitsky Nokkrir eru látnir eftir sprengingar á tveimur herflugvöllum í Rússlandi. Báðir vellirnir eru í hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærunum að Úkraínu; nærri borginni Ryazan og í Saratov. Þrír eru sagðir hafa látist og fimm særst þegar eldsneytistankbifreið sprakk í loft upp á herstöðinni hjá Ryazan. Þá eru tveir sagðir hafa særst á Engels-2 herstöðinni. Báðar herstöðvar hýsa langdrægar Tu-95 sprengjuvélar, sem hafa meðal annars verið notaðar gegn Úkraínu. Þá segir Guardian að kjarnorkuvopn séu geymd á Engels-vellinum, sem skjóta má frá orrustuþotunum. Orsakir sprenginganna eru óþekktar en Steven Rosenberg, ritstjóri hjá BBC í málefnum Rússlands, segir menn óneitanlega munu velta því fyrir sér hvort Úkraínumenn standi að baki atvikunum. Rússneska fréttastofan Baza hefur greint frá því að loftárás hafi verið gerð á Engels-herstöðina og fréttastofan Astra segir tvær Tu-95 vélar hafa skemmst. Hvorug fréttastofa vitnar í heimildir. Úkraínumenn eru ekki taldir eiga vopnakerfi sem gætu dregið svo langt inn í Rússland. Þess má geta að í síðustu viku var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu aukna umferð á Engels-vellinum. Der Spiegel birti myndirnar, sem virðast sýna um tuttugu orrustuþotur undirbúnar fyrir enn eina árásina á Úkraínu. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa verið upplýstan um sprengingarnar. Peskov sagðist ekki hafa nánari upplýsingar um málið. Sprengingarnar áttu sér stað í morgun en í kjölfarið hafa Rússar skotið fleiri en 100 stýriflaugum frá landi og sjó. Úkraínumenn voru hvattir til að leita skjóls í sprengjubirgjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira
Þrír eru sagðir hafa látist og fimm særst þegar eldsneytistankbifreið sprakk í loft upp á herstöðinni hjá Ryazan. Þá eru tveir sagðir hafa særst á Engels-2 herstöðinni. Báðar herstöðvar hýsa langdrægar Tu-95 sprengjuvélar, sem hafa meðal annars verið notaðar gegn Úkraínu. Þá segir Guardian að kjarnorkuvopn séu geymd á Engels-vellinum, sem skjóta má frá orrustuþotunum. Orsakir sprenginganna eru óþekktar en Steven Rosenberg, ritstjóri hjá BBC í málefnum Rússlands, segir menn óneitanlega munu velta því fyrir sér hvort Úkraínumenn standi að baki atvikunum. Rússneska fréttastofan Baza hefur greint frá því að loftárás hafi verið gerð á Engels-herstöðina og fréttastofan Astra segir tvær Tu-95 vélar hafa skemmst. Hvorug fréttastofa vitnar í heimildir. Úkraínumenn eru ekki taldir eiga vopnakerfi sem gætu dregið svo langt inn í Rússland. Þess má geta að í síðustu viku var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu aukna umferð á Engels-vellinum. Der Spiegel birti myndirnar, sem virðast sýna um tuttugu orrustuþotur undirbúnar fyrir enn eina árásina á Úkraínu. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa verið upplýstan um sprengingarnar. Peskov sagðist ekki hafa nánari upplýsingar um málið. Sprengingarnar áttu sér stað í morgun en í kjölfarið hafa Rússar skotið fleiri en 100 stýriflaugum frá landi og sjó. Úkraínumenn voru hvattir til að leita skjóls í sprengjubirgjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira