Hafa borið kennsl á fleiri en 100 „lögreglustöðvar“ Kína erlendis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 07:37 Fyrsta „lögreglustöðin“ var sett á laggirnar í Mílanó. Getty Spænsku mannréttindasamtökin Safeguard Defenders segja stjórnvöld í Kína starfrækja fleiri en hundrað óopinberar „lögreglustöðvar“ út um allan heim. Flestar séu í Ítalíu, um ellefu talsins, en tilgangur þeirra er að hafa stjórn á Kínverjum erlendis og knýja stjórnarandstæðinga til að snúa aftur heim. Samtökin sögðust í september síðastliðnum hafa talið um 54 lögreglustöðvar, sem varð til þess að rannsóknir voru opnaðar í að minnsta kosti 12 ríkjum, þeirra á meðal Kanada, Þýskalandi og Hollandi. Í nýrri skýrslu sem birt var í morgun segir að búið sé að finna 48 stöðvar í viðbót, þar af ellefu á Ítalíu. Aðrar hafa fundist í Króatíu, Serbíu og Rúmeníu, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld í Kína hafa sagt að um sé að ræða „þjónustustöðvar“, þar sem kínverskir ríkisborgarar geti til að mynda leitað ef þeir þurfa að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini. Safeguard Defenders, sem byggja rannsóknir sínar á gögnum sem liggja fyrir frá hinu opinbera í Kína, segja stöðvarnar ekki beinlínis reknar af stjórnvöldum í Pekíng en þar sé greinilega gengið erinda þeirra. Stöðvarnar séu notaðar til að áreita óvinveitta Kínverja og í sumum tilvikum, til að þvinga þá til að snúa aftur heim. Samtökin nefna sem dæmi mann sem var neyddur til að snúa aftur til Kína eftir að hafa verið búsettur á Ítalíu í þrettán ár en ekkert hefur spurst til hans síðan. Meðal annarra sem hafa verið þvingaðir heim eru skotmörk aðgerðarinnar „Fox Hunt“, sem er sögð beinast gegn spilltum stjórnamálamönnum sem hafa flúið Kína. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Kína Ítalía Mannréttindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Flestar séu í Ítalíu, um ellefu talsins, en tilgangur þeirra er að hafa stjórn á Kínverjum erlendis og knýja stjórnarandstæðinga til að snúa aftur heim. Samtökin sögðust í september síðastliðnum hafa talið um 54 lögreglustöðvar, sem varð til þess að rannsóknir voru opnaðar í að minnsta kosti 12 ríkjum, þeirra á meðal Kanada, Þýskalandi og Hollandi. Í nýrri skýrslu sem birt var í morgun segir að búið sé að finna 48 stöðvar í viðbót, þar af ellefu á Ítalíu. Aðrar hafa fundist í Króatíu, Serbíu og Rúmeníu, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld í Kína hafa sagt að um sé að ræða „þjónustustöðvar“, þar sem kínverskir ríkisborgarar geti til að mynda leitað ef þeir þurfa að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini. Safeguard Defenders, sem byggja rannsóknir sínar á gögnum sem liggja fyrir frá hinu opinbera í Kína, segja stöðvarnar ekki beinlínis reknar af stjórnvöldum í Pekíng en þar sé greinilega gengið erinda þeirra. Stöðvarnar séu notaðar til að áreita óvinveitta Kínverja og í sumum tilvikum, til að þvinga þá til að snúa aftur heim. Samtökin nefna sem dæmi mann sem var neyddur til að snúa aftur til Kína eftir að hafa verið búsettur á Ítalíu í þrettán ár en ekkert hefur spurst til hans síðan. Meðal annarra sem hafa verið þvingaðir heim eru skotmörk aðgerðarinnar „Fox Hunt“, sem er sögð beinast gegn spilltum stjórnamálamönnum sem hafa flúið Kína. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Kína Ítalía Mannréttindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira