Hafa borið kennsl á fleiri en 100 „lögreglustöðvar“ Kína erlendis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 07:37 Fyrsta „lögreglustöðin“ var sett á laggirnar í Mílanó. Getty Spænsku mannréttindasamtökin Safeguard Defenders segja stjórnvöld í Kína starfrækja fleiri en hundrað óopinberar „lögreglustöðvar“ út um allan heim. Flestar séu í Ítalíu, um ellefu talsins, en tilgangur þeirra er að hafa stjórn á Kínverjum erlendis og knýja stjórnarandstæðinga til að snúa aftur heim. Samtökin sögðust í september síðastliðnum hafa talið um 54 lögreglustöðvar, sem varð til þess að rannsóknir voru opnaðar í að minnsta kosti 12 ríkjum, þeirra á meðal Kanada, Þýskalandi og Hollandi. Í nýrri skýrslu sem birt var í morgun segir að búið sé að finna 48 stöðvar í viðbót, þar af ellefu á Ítalíu. Aðrar hafa fundist í Króatíu, Serbíu og Rúmeníu, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld í Kína hafa sagt að um sé að ræða „þjónustustöðvar“, þar sem kínverskir ríkisborgarar geti til að mynda leitað ef þeir þurfa að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini. Safeguard Defenders, sem byggja rannsóknir sínar á gögnum sem liggja fyrir frá hinu opinbera í Kína, segja stöðvarnar ekki beinlínis reknar af stjórnvöldum í Pekíng en þar sé greinilega gengið erinda þeirra. Stöðvarnar séu notaðar til að áreita óvinveitta Kínverja og í sumum tilvikum, til að þvinga þá til að snúa aftur heim. Samtökin nefna sem dæmi mann sem var neyddur til að snúa aftur til Kína eftir að hafa verið búsettur á Ítalíu í þrettán ár en ekkert hefur spurst til hans síðan. Meðal annarra sem hafa verið þvingaðir heim eru skotmörk aðgerðarinnar „Fox Hunt“, sem er sögð beinast gegn spilltum stjórnamálamönnum sem hafa flúið Kína. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Kína Ítalía Mannréttindi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Flestar séu í Ítalíu, um ellefu talsins, en tilgangur þeirra er að hafa stjórn á Kínverjum erlendis og knýja stjórnarandstæðinga til að snúa aftur heim. Samtökin sögðust í september síðastliðnum hafa talið um 54 lögreglustöðvar, sem varð til þess að rannsóknir voru opnaðar í að minnsta kosti 12 ríkjum, þeirra á meðal Kanada, Þýskalandi og Hollandi. Í nýrri skýrslu sem birt var í morgun segir að búið sé að finna 48 stöðvar í viðbót, þar af ellefu á Ítalíu. Aðrar hafa fundist í Króatíu, Serbíu og Rúmeníu, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld í Kína hafa sagt að um sé að ræða „þjónustustöðvar“, þar sem kínverskir ríkisborgarar geti til að mynda leitað ef þeir þurfa að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini. Safeguard Defenders, sem byggja rannsóknir sínar á gögnum sem liggja fyrir frá hinu opinbera í Kína, segja stöðvarnar ekki beinlínis reknar af stjórnvöldum í Pekíng en þar sé greinilega gengið erinda þeirra. Stöðvarnar séu notaðar til að áreita óvinveitta Kínverja og í sumum tilvikum, til að þvinga þá til að snúa aftur heim. Samtökin nefna sem dæmi mann sem var neyddur til að snúa aftur til Kína eftir að hafa verið búsettur á Ítalíu í þrettán ár en ekkert hefur spurst til hans síðan. Meðal annarra sem hafa verið þvingaðir heim eru skotmörk aðgerðarinnar „Fox Hunt“, sem er sögð beinast gegn spilltum stjórnamálamönnum sem hafa flúið Kína. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Kína Ítalía Mannréttindi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira