Er skilningur á mikilvægi réttindagæslu fatlaðs fólks? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. desember 2022 12:00 Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar