Um þrjátíu heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt vegna slyssins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 10:43 Þeir slösuðu voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð. „Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“ Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“
Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira