Um þrjátíu heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt vegna slyssins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 10:43 Þeir slösuðu voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð. „Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“ Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“
Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira