Finnur forfallast vegna fjölskylduástæðna að því er fram kemur á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Vals.
Í hans stað mun Ágúst Björgvinsson stýra Valsliðinu í kvöld og freista þess að bæta við sex leikja sigurgöngu liðsins sem er á toppi deildarinnar.
Í tilkynningu Vals segir sömuleiðis að Pálmar Ragnarsson muni þjálfa 8-9 ára stúlkur og drengi hjá Val í fjarveru Finns næstu vikurnar.