Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 09:00 Frá herflugvellinum í Torrejón de Ardoz. Bréf sem var sent þangað er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki upp og gæti því reynst þýðingarmikið fyrir rannsóknina. AP/Daniel Ochoa de Olza Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo. Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo.
Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55