Óskar Örn ekki búinn að ákveða hvort hann beygi til vinstri eða hægri á Reykjanesbrautinni Smári Jökull Jónsson skrifar 2. desember 2022 07:00 Óskar Örn Hauksson starfar sem bílasali. Hann er ekki enn búinn að ákveða sitt næsta skref á ferlinum. Vísir/Sigurjón Óskar Örn Hauksson er ekki búinn að semja við nýtt lið eftir að hann yfirgaf Stjörnuna að loknu tímabilinu í Bestu deildinni. Hann viðurkennir að tíminn hjá Stjörnunni hafi verið vonbrigði. Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira