Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 11:53 Lögreglumenn á ferð við sendiráð Úkraínu í Madrid í gær. Einn særðist þegar blossaði ákafleg upp úr bréfi sem barst sendiráðinu og var stílað á sendiherrann. AP/Paul White Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid slasaðist lítillega þegar öflugur blossi gaus upp þegar hann handfjatlaði bréf sem barst því í gær. Sambærileg bréf voru send vopnaverksmiðju í Zaragoza og flugherstöð nærri Madrid. Þá var eitt bréf til viðbótar stílað á Margarítu Robles, varnarmálaráðherra, í morgun. Nú hefur innanríkisráðuneytið upplýst rannsóknardómstól sem rannsakar bréfasendingarnar að sambærilegt bréf hafi verið sent í La Moncloa, forsetahöllina í Madrid, og að það hafi verið stílað á Sánchez, forsætisráðherra, að sögn spænska dagblaðsins El País. Bréfið til Sánchez er sagt hafa verið handskrifað og tölvupóstfang var skráð sem sendandi. Heimildir blaðsins herma að bréfin fimm hafi öll verið eins. Bréfið sem barst Sánchez var stöðvað þegar það fór í gegnum gegnumlýsingartæki á fimmtudag í síðustu viku. Því var eytt en ekki var greint frá atvikinu til þess að spilla ekki fyrir rannsókn á því, að sögn heimildarmanna blaðsins innan stjórnarráðsins. Öryggiseftirlit við opinberar byggingar var aukið eftir að bréfið fannst. Rannsakendur eru sagðir beina sjónum sínum að tengslum bréfanna og hvort að þau hafi eitthvað með innrás Rússa í Úkraínu að gera. Spænska ríkisstjórnin sendi Úkraínumönnum vopn af sömu gerð og eru framleidd í vopnaverkskmiðjunni sem fékk eitt bréfið. Bréfið sem fannst á herflugvellinum í Torrejón de Ardoz nærri Madrid í nótt var stílað á yfirmann gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins. Í morgun fannst svo enn eitt bréfið í varnarmálaráðuneytinu í Madrid, stílað á Robles ráðherra. Sprengjusérfræðingar sprengdu það bréf skömmu eftir klukkan ellefu að staðartíma í morgun. Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid slasaðist lítillega þegar öflugur blossi gaus upp þegar hann handfjatlaði bréf sem barst því í gær. Sambærileg bréf voru send vopnaverksmiðju í Zaragoza og flugherstöð nærri Madrid. Þá var eitt bréf til viðbótar stílað á Margarítu Robles, varnarmálaráðherra, í morgun. Nú hefur innanríkisráðuneytið upplýst rannsóknardómstól sem rannsakar bréfasendingarnar að sambærilegt bréf hafi verið sent í La Moncloa, forsetahöllina í Madrid, og að það hafi verið stílað á Sánchez, forsætisráðherra, að sögn spænska dagblaðsins El País. Bréfið til Sánchez er sagt hafa verið handskrifað og tölvupóstfang var skráð sem sendandi. Heimildir blaðsins herma að bréfin fimm hafi öll verið eins. Bréfið sem barst Sánchez var stöðvað þegar það fór í gegnum gegnumlýsingartæki á fimmtudag í síðustu viku. Því var eytt en ekki var greint frá atvikinu til þess að spilla ekki fyrir rannsókn á því, að sögn heimildarmanna blaðsins innan stjórnarráðsins. Öryggiseftirlit við opinberar byggingar var aukið eftir að bréfið fannst. Rannsakendur eru sagðir beina sjónum sínum að tengslum bréfanna og hvort að þau hafi eitthvað með innrás Rússa í Úkraínu að gera. Spænska ríkisstjórnin sendi Úkraínumönnum vopn af sömu gerð og eru framleidd í vopnaverkskmiðjunni sem fékk eitt bréfið. Bréfið sem fannst á herflugvellinum í Torrejón de Ardoz nærri Madrid í nótt var stílað á yfirmann gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins. Í morgun fannst svo enn eitt bréfið í varnarmálaráðuneytinu í Madrid, stílað á Robles ráðherra. Sprengjusérfræðingar sprengdu það bréf skömmu eftir klukkan ellefu að staðartíma í morgun.
Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54