Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 15:14 Ævar Guðmundsson, forstjóri Freyju. Vísir Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár. Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar. Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar.
Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04