Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 14:01 Gunnar Magnússon var hundóánægður með varnarleik sinna manna, eins og áhorfendur Stöðvar 2 Sport fengu að sjá í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport „Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld. Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik