Læknaskortur - nútímatækni eða fleiri hendur? Matthías Leifsson skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun