Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 09:40 Íbúar Beijing mótmæltu dauða tíu manns í Urumqi sem almannarómur vill meina að strangar sóttvarnaaðgerðir hafi valdið. Vísir/EPA Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. Afar fátítt er að mótmæli af þessu tagi brjótist út enda geta afleiðingarnar fyrir mótmælendur verið alvarlegar. AP-fréttastofan segir að fólk hafi ekki aðeins mótmælt sóttvarnaaðgerðum almennt heldur hafi sumir kallað eftir afsögn Xi Jinpings forseta og falli Kommúnistaflokksins sem hefur stýrt landinu með harðri hendi í 73 ár. Mótmælin blossuðu upp í kjölfar eldsvoða sem varð tíu manns að bana í borginni Urumqi í vestanverðu landinu. Samkvæmt almannarómi komu sóttvarnareglur í veg fyrir að fólkið kæmist út úr brennandi byggingunni. Kommúnistastjórnin hefur sagt að aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins ættu að vera hnitmiðaðar og raska daglegu lífi fólks eins lítið og mögulegt er. Þess sjást þó ekki merki í aðgerðum borgar- og héraðsstjórna. Embættismönnum flokksins er hótað refsingum eða brottrekstri ef faraldur brýst út í umdæmi þeirra og því grípa þeir heldur til harkalegri aðgerða. Fram að þessu hafa viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum verið tiltölulega takmörkuð, að sögn AP. Lögregla í Sjanghæ notaði táragas til þess að tvístra hópum mótmælenda og einhverjir voru handteknir og færðir burt í rútu. Öryggislögregla Kína er þó sögð fræg fyrir að þefa uppi andófsfólk og handtaka það þegar fáir sjá til. „Við vonumst til þess að binda enda á samkomutakmarkanirnar. Við viljum lifa eðlilegu lífi. Við ættum öll að tjá tilfinningar okkar af hugrekki,“ sagði mótmælandi að nafni Shi við Reuters í Beijing í gærkvöldi. Ritskoða myndir af grímulausum fótboltaáhorfendum Þá segir breska ríkisútvarpið BBC að lögreglumenn hafi barið fréttamann, sparkað í hann og handtekið þegar hann fylgdist með mótmælum í Sjanghæ. Yfirvöld hafi reynt að halda því fram að fréttamaðurinn hefði verið handtekinn svo að hann smitaðist ekki af Covid19 í mannþrönginni. A statement from the BBC on what happened to me in Shanghai last night while doing my job. I understand at least one local national was arrested after trying to stop the police from beating me. Thanks very much for the kind words and messages of concern. https://t.co/weoDAMakvO— Edward Lawrence (@EP_Lawrence) November 28, 2022 Yfirvöld í Sjanghæ byrjuðu í dag að setja upp bláar öryggisgirðingar í kringum miðborgina þar sem hundruð manna komu saman um helgina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekkert bólaði á frekari mótmælum í Beijing eða Sjanghæ þegar birti af degi í dag. Ritskoðarar kínverska ríkisins hafa verið í yfirvinnu við að eyða myndböndum af mótmælum og stuðningsyfirlýsingum við þau af netinu um helgina. BBC segir að það séu ekki aðeins mótmælin sem eru ritskoðuð heldur sjónvarpsmyndir frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. Sumir landsmenn reiddust stjórnvöldum þegar þeir sáu myndir úr stúkunum í Katar þar sem enginn var með sóttvarnagrímur og settu spurningamerki við aðgerðirnar heima fyrir. Fyrir vikið eru nærmyndir af áhorfendum þú klipptar út úr útsendingu frá mótinu á ríkissjónvarpsstöðinni CCTV. Þá er útsending hálfri mínútu eftir á til að gefa ritskoðurum svigrúm til að gera sitt. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannréttindi Tengdar fréttir Mótmælt með auðum blaðsíðum Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt. 28. nóvember 2022 07:51 Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27. nóvember 2022 08:07 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Afar fátítt er að mótmæli af þessu tagi brjótist út enda geta afleiðingarnar fyrir mótmælendur verið alvarlegar. AP-fréttastofan segir að fólk hafi ekki aðeins mótmælt sóttvarnaaðgerðum almennt heldur hafi sumir kallað eftir afsögn Xi Jinpings forseta og falli Kommúnistaflokksins sem hefur stýrt landinu með harðri hendi í 73 ár. Mótmælin blossuðu upp í kjölfar eldsvoða sem varð tíu manns að bana í borginni Urumqi í vestanverðu landinu. Samkvæmt almannarómi komu sóttvarnareglur í veg fyrir að fólkið kæmist út úr brennandi byggingunni. Kommúnistastjórnin hefur sagt að aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins ættu að vera hnitmiðaðar og raska daglegu lífi fólks eins lítið og mögulegt er. Þess sjást þó ekki merki í aðgerðum borgar- og héraðsstjórna. Embættismönnum flokksins er hótað refsingum eða brottrekstri ef faraldur brýst út í umdæmi þeirra og því grípa þeir heldur til harkalegri aðgerða. Fram að þessu hafa viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum verið tiltölulega takmörkuð, að sögn AP. Lögregla í Sjanghæ notaði táragas til þess að tvístra hópum mótmælenda og einhverjir voru handteknir og færðir burt í rútu. Öryggislögregla Kína er þó sögð fræg fyrir að þefa uppi andófsfólk og handtaka það þegar fáir sjá til. „Við vonumst til þess að binda enda á samkomutakmarkanirnar. Við viljum lifa eðlilegu lífi. Við ættum öll að tjá tilfinningar okkar af hugrekki,“ sagði mótmælandi að nafni Shi við Reuters í Beijing í gærkvöldi. Ritskoða myndir af grímulausum fótboltaáhorfendum Þá segir breska ríkisútvarpið BBC að lögreglumenn hafi barið fréttamann, sparkað í hann og handtekið þegar hann fylgdist með mótmælum í Sjanghæ. Yfirvöld hafi reynt að halda því fram að fréttamaðurinn hefði verið handtekinn svo að hann smitaðist ekki af Covid19 í mannþrönginni. A statement from the BBC on what happened to me in Shanghai last night while doing my job. I understand at least one local national was arrested after trying to stop the police from beating me. Thanks very much for the kind words and messages of concern. https://t.co/weoDAMakvO— Edward Lawrence (@EP_Lawrence) November 28, 2022 Yfirvöld í Sjanghæ byrjuðu í dag að setja upp bláar öryggisgirðingar í kringum miðborgina þar sem hundruð manna komu saman um helgina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekkert bólaði á frekari mótmælum í Beijing eða Sjanghæ þegar birti af degi í dag. Ritskoðarar kínverska ríkisins hafa verið í yfirvinnu við að eyða myndböndum af mótmælum og stuðningsyfirlýsingum við þau af netinu um helgina. BBC segir að það séu ekki aðeins mótmælin sem eru ritskoðuð heldur sjónvarpsmyndir frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. Sumir landsmenn reiddust stjórnvöldum þegar þeir sáu myndir úr stúkunum í Katar þar sem enginn var með sóttvarnagrímur og settu spurningamerki við aðgerðirnar heima fyrir. Fyrir vikið eru nærmyndir af áhorfendum þú klipptar út úr útsendingu frá mótinu á ríkissjónvarpsstöðinni CCTV. Þá er útsending hálfri mínútu eftir á til að gefa ritskoðurum svigrúm til að gera sitt.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannréttindi Tengdar fréttir Mótmælt með auðum blaðsíðum Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt. 28. nóvember 2022 07:51 Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27. nóvember 2022 08:07 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Mótmælt með auðum blaðsíðum Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt. 28. nóvember 2022 07:51
Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27. nóvember 2022 08:07