Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 09:40 Íbúar Beijing mótmæltu dauða tíu manns í Urumqi sem almannarómur vill meina að strangar sóttvarnaaðgerðir hafi valdið. Vísir/EPA Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. Afar fátítt er að mótmæli af þessu tagi brjótist út enda geta afleiðingarnar fyrir mótmælendur verið alvarlegar. AP-fréttastofan segir að fólk hafi ekki aðeins mótmælt sóttvarnaaðgerðum almennt heldur hafi sumir kallað eftir afsögn Xi Jinpings forseta og falli Kommúnistaflokksins sem hefur stýrt landinu með harðri hendi í 73 ár. Mótmælin blossuðu upp í kjölfar eldsvoða sem varð tíu manns að bana í borginni Urumqi í vestanverðu landinu. Samkvæmt almannarómi komu sóttvarnareglur í veg fyrir að fólkið kæmist út úr brennandi byggingunni. Kommúnistastjórnin hefur sagt að aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins ættu að vera hnitmiðaðar og raska daglegu lífi fólks eins lítið og mögulegt er. Þess sjást þó ekki merki í aðgerðum borgar- og héraðsstjórna. Embættismönnum flokksins er hótað refsingum eða brottrekstri ef faraldur brýst út í umdæmi þeirra og því grípa þeir heldur til harkalegri aðgerða. Fram að þessu hafa viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum verið tiltölulega takmörkuð, að sögn AP. Lögregla í Sjanghæ notaði táragas til þess að tvístra hópum mótmælenda og einhverjir voru handteknir og færðir burt í rútu. Öryggislögregla Kína er þó sögð fræg fyrir að þefa uppi andófsfólk og handtaka það þegar fáir sjá til. „Við vonumst til þess að binda enda á samkomutakmarkanirnar. Við viljum lifa eðlilegu lífi. Við ættum öll að tjá tilfinningar okkar af hugrekki,“ sagði mótmælandi að nafni Shi við Reuters í Beijing í gærkvöldi. Ritskoða myndir af grímulausum fótboltaáhorfendum Þá segir breska ríkisútvarpið BBC að lögreglumenn hafi barið fréttamann, sparkað í hann og handtekið þegar hann fylgdist með mótmælum í Sjanghæ. Yfirvöld hafi reynt að halda því fram að fréttamaðurinn hefði verið handtekinn svo að hann smitaðist ekki af Covid19 í mannþrönginni. A statement from the BBC on what happened to me in Shanghai last night while doing my job. I understand at least one local national was arrested after trying to stop the police from beating me. Thanks very much for the kind words and messages of concern. https://t.co/weoDAMakvO— Edward Lawrence (@EP_Lawrence) November 28, 2022 Yfirvöld í Sjanghæ byrjuðu í dag að setja upp bláar öryggisgirðingar í kringum miðborgina þar sem hundruð manna komu saman um helgina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekkert bólaði á frekari mótmælum í Beijing eða Sjanghæ þegar birti af degi í dag. Ritskoðarar kínverska ríkisins hafa verið í yfirvinnu við að eyða myndböndum af mótmælum og stuðningsyfirlýsingum við þau af netinu um helgina. BBC segir að það séu ekki aðeins mótmælin sem eru ritskoðuð heldur sjónvarpsmyndir frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. Sumir landsmenn reiddust stjórnvöldum þegar þeir sáu myndir úr stúkunum í Katar þar sem enginn var með sóttvarnagrímur og settu spurningamerki við aðgerðirnar heima fyrir. Fyrir vikið eru nærmyndir af áhorfendum þú klipptar út úr útsendingu frá mótinu á ríkissjónvarpsstöðinni CCTV. Þá er útsending hálfri mínútu eftir á til að gefa ritskoðurum svigrúm til að gera sitt. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannréttindi Tengdar fréttir Mótmælt með auðum blaðsíðum Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt. 28. nóvember 2022 07:51 Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27. nóvember 2022 08:07 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Afar fátítt er að mótmæli af þessu tagi brjótist út enda geta afleiðingarnar fyrir mótmælendur verið alvarlegar. AP-fréttastofan segir að fólk hafi ekki aðeins mótmælt sóttvarnaaðgerðum almennt heldur hafi sumir kallað eftir afsögn Xi Jinpings forseta og falli Kommúnistaflokksins sem hefur stýrt landinu með harðri hendi í 73 ár. Mótmælin blossuðu upp í kjölfar eldsvoða sem varð tíu manns að bana í borginni Urumqi í vestanverðu landinu. Samkvæmt almannarómi komu sóttvarnareglur í veg fyrir að fólkið kæmist út úr brennandi byggingunni. Kommúnistastjórnin hefur sagt að aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins ættu að vera hnitmiðaðar og raska daglegu lífi fólks eins lítið og mögulegt er. Þess sjást þó ekki merki í aðgerðum borgar- og héraðsstjórna. Embættismönnum flokksins er hótað refsingum eða brottrekstri ef faraldur brýst út í umdæmi þeirra og því grípa þeir heldur til harkalegri aðgerða. Fram að þessu hafa viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum verið tiltölulega takmörkuð, að sögn AP. Lögregla í Sjanghæ notaði táragas til þess að tvístra hópum mótmælenda og einhverjir voru handteknir og færðir burt í rútu. Öryggislögregla Kína er þó sögð fræg fyrir að þefa uppi andófsfólk og handtaka það þegar fáir sjá til. „Við vonumst til þess að binda enda á samkomutakmarkanirnar. Við viljum lifa eðlilegu lífi. Við ættum öll að tjá tilfinningar okkar af hugrekki,“ sagði mótmælandi að nafni Shi við Reuters í Beijing í gærkvöldi. Ritskoða myndir af grímulausum fótboltaáhorfendum Þá segir breska ríkisútvarpið BBC að lögreglumenn hafi barið fréttamann, sparkað í hann og handtekið þegar hann fylgdist með mótmælum í Sjanghæ. Yfirvöld hafi reynt að halda því fram að fréttamaðurinn hefði verið handtekinn svo að hann smitaðist ekki af Covid19 í mannþrönginni. A statement from the BBC on what happened to me in Shanghai last night while doing my job. I understand at least one local national was arrested after trying to stop the police from beating me. Thanks very much for the kind words and messages of concern. https://t.co/weoDAMakvO— Edward Lawrence (@EP_Lawrence) November 28, 2022 Yfirvöld í Sjanghæ byrjuðu í dag að setja upp bláar öryggisgirðingar í kringum miðborgina þar sem hundruð manna komu saman um helgina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekkert bólaði á frekari mótmælum í Beijing eða Sjanghæ þegar birti af degi í dag. Ritskoðarar kínverska ríkisins hafa verið í yfirvinnu við að eyða myndböndum af mótmælum og stuðningsyfirlýsingum við þau af netinu um helgina. BBC segir að það séu ekki aðeins mótmælin sem eru ritskoðuð heldur sjónvarpsmyndir frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. Sumir landsmenn reiddust stjórnvöldum þegar þeir sáu myndir úr stúkunum í Katar þar sem enginn var með sóttvarnagrímur og settu spurningamerki við aðgerðirnar heima fyrir. Fyrir vikið eru nærmyndir af áhorfendum þú klipptar út úr útsendingu frá mótinu á ríkissjónvarpsstöðinni CCTV. Þá er útsending hálfri mínútu eftir á til að gefa ritskoðurum svigrúm til að gera sitt.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannréttindi Tengdar fréttir Mótmælt með auðum blaðsíðum Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt. 28. nóvember 2022 07:51 Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27. nóvember 2022 08:07 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Mótmælt með auðum blaðsíðum Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt. 28. nóvember 2022 07:51
Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27. nóvember 2022 08:07