Sport

Dag­skráin í dag: Eitt­hvað fyrir alla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fram er í beinni útsendingu í dag.
Fram er í beinni útsendingu í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það er í raun lygileg dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls eru 15 beinar útsendingar á dagskrá. Við bjóðum upp á golf, fótbolta, handbolta, körfubolta, rafíþróttir og NFL.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.50 er leikur Gróttu og Selfoss í Olís deild karla í handbolta á dagskrá. Klukkan 19.30 er komið að leik Fram og Stjörnunnar í sömu deild.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Burton Albion og Chippenham í þeirri elstu og virtustu, FA bikarkeppninni á Englandi.

Klukkan 18.00 er leikur Tennessee Titans og Cincinnati Bengals í NFL deildinni á dagskrá. Klukkan 21.20 er leikur Kansas Chiefs og Los Angeles Rams í sömu deild á dagskrá.2

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Bristol City og Boreham Wood í þeirri elstu og virtustu. Klukkan 16.50 er komið að leik Ipswich Town og Buxton í sömu keppni.

Klukkan 20.30 er leikur Minnesota Timberwolves og meistaranna í Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 10.00 hefst Joburg Open mótið í golfi, það er hluti af DP heimsmótaröðinni.

Klukkan 15.50 er leikur Baskonia og Básquet Girona á dagskrá í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 12.30 er Open de España Femenino mótið í golfi á dagskrá, það er hluti af LET mótaröðinni.

Stöð 2 Esport

Klukkan 14.30 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Blast Premier 2022.

Klukkan 21.00 er Sandkassinn á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×