„Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 21:30 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn toppliði Vals í Subway-deild karla kvöld. Hann getur þó verið ánægður með margt í leik sinna manna. „Við töpuðum og maður er svekktur að hafa ekki náð að landa þessu,“ segir Viðar. „Við komumst aftur inn í þetta í fjórða leikhluta þegar vörnin herðist. Þá vorum við að framkvæma það sem við lögðum upp með.“ Hvernig var að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent tólf stigum undir? „Við höfum komið til baka áður og misst niður forystur. Körfuboltaleikur er 40 mínútur og tólf stiga forysta er enginn munur. Við tókum eitt áhlaup og settum leikinn í naglbít. Það þarf ekkert ofboðslegt hjarta til þess. Ég er ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum en það var ekki alveg nóg. Þetta er eitt skot hér eða þar. Það er erfitt að taka þessu.“ Þegar Viðar var spurður hvað hefði vantað upp á svo Höttur myndi vinna leikinn þá sagði hann: „Hvað, voru það ekki þrjú stig?“ „Þetta er bara eitt skot. Tim fékk gott færi. Þetta eru litlir hlutir. Við erum að spila við besta lið landsins. Ég er tilbúinn að segja það á þessu augnabliki að Valur er langbesta liðið sem við höfum spilað. Hér í dag voru tvö bestu varnarlið deildarinnar að spila. Þetta fellur með einu skoti eða einu stoppi. Við vorum ánægðir með okkar frammistöðu.“ „Í augnablikinu eru þeir betri en við. Það er svekkjandi að ná ekki að stela þessu.“ Viðar var ósáttur við það að fá ekki meiri tíma í lokin þegar Valur fékk vítaskot til að breikka muninn í þrjú stig. Það voru bara 0:09 á klukkunni þegar vítaskotin voru tekin. „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni. Ég óska eftir því að það sé IRS (endursýningar fyrir dómara) í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ Hattarmenn eru með þrjá sigra úr sjö leikjum. Hversu langt geta þeir farið á þessari leiktíð? „Við erum á fínu róli. Tveir tapleikir í röð sem eru búnir að vera mjög jafnir. Frammistaðan hefur verið flott og við verðum að halda því áfram. Við munum ná lengra en nokkru sinni fyrr. Það er klárt, við munum gera það.“ Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
„Við töpuðum og maður er svekktur að hafa ekki náð að landa þessu,“ segir Viðar. „Við komumst aftur inn í þetta í fjórða leikhluta þegar vörnin herðist. Þá vorum við að framkvæma það sem við lögðum upp með.“ Hvernig var að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent tólf stigum undir? „Við höfum komið til baka áður og misst niður forystur. Körfuboltaleikur er 40 mínútur og tólf stiga forysta er enginn munur. Við tókum eitt áhlaup og settum leikinn í naglbít. Það þarf ekkert ofboðslegt hjarta til þess. Ég er ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum en það var ekki alveg nóg. Þetta er eitt skot hér eða þar. Það er erfitt að taka þessu.“ Þegar Viðar var spurður hvað hefði vantað upp á svo Höttur myndi vinna leikinn þá sagði hann: „Hvað, voru það ekki þrjú stig?“ „Þetta er bara eitt skot. Tim fékk gott færi. Þetta eru litlir hlutir. Við erum að spila við besta lið landsins. Ég er tilbúinn að segja það á þessu augnabliki að Valur er langbesta liðið sem við höfum spilað. Hér í dag voru tvö bestu varnarlið deildarinnar að spila. Þetta fellur með einu skoti eða einu stoppi. Við vorum ánægðir með okkar frammistöðu.“ „Í augnablikinu eru þeir betri en við. Það er svekkjandi að ná ekki að stela þessu.“ Viðar var ósáttur við það að fá ekki meiri tíma í lokin þegar Valur fékk vítaskot til að breikka muninn í þrjú stig. Það voru bara 0:09 á klukkunni þegar vítaskotin voru tekin. „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni. Ég óska eftir því að það sé IRS (endursýningar fyrir dómara) í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ Hattarmenn eru með þrjá sigra úr sjö leikjum. Hversu langt geta þeir farið á þessari leiktíð? „Við erum á fínu róli. Tveir tapleikir í röð sem eru búnir að vera mjög jafnir. Frammistaðan hefur verið flott og við verðum að halda því áfram. Við munum ná lengra en nokkru sinni fyrr. Það er klárt, við munum gera það.“
Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27