Stjarnan leikur framvegis í Umhyggjuhöllinni og styður við bakið á langveikum börnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 23:30 Frá undirritun samningsins. Stjarnan Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar skrifaði í gær undir samning við E. Sigurðsson ehf. byggingarfélag um að fyrirtækið yrði einn af aðalstyrkaraðilum liðsins. Samhliða því mun fyrirtækið styðja við Umhyggju, félag langveikra barna, og heimavöllur liðsins fékk í kjölfarið nýtt nafn, Umhyggjuhöllin. Ásamt því að verða einn af aðalstyrkaraðilum Stjörnunnar mun E. Sigurðsson ehf. styðja við Umhyggju með margvíslegum hætti í tengslum við samninginn. Liður í því er meðal annars að gefa heimvelli Stjörnunnar, íþróttahúsinu við Ásgarð, nafnið Umhyggjuhöllin félaginu til heiðurs. Á komandi leiktíð munu Stjarnan, E. Sigurðsson ehf. og Umhyggja sameina krafta sína og standa fyrir skemmtilegum viðburðum og fjáröflunum. Umhyggju verður jafnframt úthlutað glerstúka á vellinum til einkanota fyrir félagsmenn sína. Í fréttatilkynningu Stjörnunar og E. Sigurðssonar ehf. kemur fram að starf Stjörnunnar sé algjörlega ómetanlegt á sviði forvarna og uppeldis ungra Garðbæinga við holla og uppbyggjandi íþróttaiðkun. Jafnframt vinni aðdáunarvert starf við að styðja við langveik börn og aðstandendur þeirra með skilvirkum og fjölbreyttum hætti þegar á reynir og að félagið eigi stallinn svo sannarlega skilið. „Við erum stolt af því að styðja við bakið á frábæru starfi innan körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og á sama tíma nýtum við tækifærið og veitum Umhyggju aukin sýnileika í gegnum þennan frábæra vettvang. Okkur þykir brýnt í starfsemi okkar að huga að samfélagslegri ábyrgð. Við vonumst einnig til að þessi einstaki og skemmtilegi samningur verði fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki,“ sagði Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, framkvæmdastjóri E. Sigurðsson ehf við undirritun samningsins. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir deildina að koma að þessu einstaka verkefni með E. Sigurðsson ehf og Umhyggju. Félagið stendur okkur í Stjörnunni nærri þar sem dóttir sjúkraþjálfara mfl karla hefur notið stuðnings eins af aðildarfélögum í sinni baráttu. Samstarfið gengur út á gera starfsemi Umhyggju, sem er að vinna ómetanlegt starf í þágu langveikra barna, sýnilegri og ekki skemmir fyrir að geta boðið skjólstæðingum félagsins uppá stúku til eigin afnota þar sem ekki geta allir mætt á leiki og sest á áhorfendabekkina með okkur hinum,“ bætti Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar við. Stjarnan lék sinn fyrsta heimaleik í Umhyggjuhöllinni í Subway-deild karla í gær er liðið tók á móti Grindavík í kjölfar undirritunar samningsins. Í tilefni af tímamótunum ákvað E. Sigurðsson ehf. að heita þúsund krónum af hverju skoruðu stigi Stjörnumanna í leiknum til styrktar Umhyggju. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan vann stórsigur í leiknum, 94-65, og því renna 94 þúsund krónur til Umhyggju eftir leikinn. Stjarnan Subway-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Ásamt því að verða einn af aðalstyrkaraðilum Stjörnunnar mun E. Sigurðsson ehf. styðja við Umhyggju með margvíslegum hætti í tengslum við samninginn. Liður í því er meðal annars að gefa heimvelli Stjörnunnar, íþróttahúsinu við Ásgarð, nafnið Umhyggjuhöllin félaginu til heiðurs. Á komandi leiktíð munu Stjarnan, E. Sigurðsson ehf. og Umhyggja sameina krafta sína og standa fyrir skemmtilegum viðburðum og fjáröflunum. Umhyggju verður jafnframt úthlutað glerstúka á vellinum til einkanota fyrir félagsmenn sína. Í fréttatilkynningu Stjörnunar og E. Sigurðssonar ehf. kemur fram að starf Stjörnunnar sé algjörlega ómetanlegt á sviði forvarna og uppeldis ungra Garðbæinga við holla og uppbyggjandi íþróttaiðkun. Jafnframt vinni aðdáunarvert starf við að styðja við langveik börn og aðstandendur þeirra með skilvirkum og fjölbreyttum hætti þegar á reynir og að félagið eigi stallinn svo sannarlega skilið. „Við erum stolt af því að styðja við bakið á frábæru starfi innan körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og á sama tíma nýtum við tækifærið og veitum Umhyggju aukin sýnileika í gegnum þennan frábæra vettvang. Okkur þykir brýnt í starfsemi okkar að huga að samfélagslegri ábyrgð. Við vonumst einnig til að þessi einstaki og skemmtilegi samningur verði fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki,“ sagði Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, framkvæmdastjóri E. Sigurðsson ehf við undirritun samningsins. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir deildina að koma að þessu einstaka verkefni með E. Sigurðsson ehf og Umhyggju. Félagið stendur okkur í Stjörnunni nærri þar sem dóttir sjúkraþjálfara mfl karla hefur notið stuðnings eins af aðildarfélögum í sinni baráttu. Samstarfið gengur út á gera starfsemi Umhyggju, sem er að vinna ómetanlegt starf í þágu langveikra barna, sýnilegri og ekki skemmir fyrir að geta boðið skjólstæðingum félagsins uppá stúku til eigin afnota þar sem ekki geta allir mætt á leiki og sest á áhorfendabekkina með okkur hinum,“ bætti Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar við. Stjarnan lék sinn fyrsta heimaleik í Umhyggjuhöllinni í Subway-deild karla í gær er liðið tók á móti Grindavík í kjölfar undirritunar samningsins. Í tilefni af tímamótunum ákvað E. Sigurðsson ehf. að heita þúsund krónum af hverju skoruðu stigi Stjörnumanna í leiknum til styrktar Umhyggju. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan vann stórsigur í leiknum, 94-65, og því renna 94 þúsund krónur til Umhyggju eftir leikinn. Stjarnan
Subway-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti