Píratar 10 ára: áratugur öðruvísi stjórnmála Halldóra Mogensen skrifar 24. nóvember 2022 17:00 Píratar eru 10 ára og við erum komin til að vera. Við berjumst ekki gegn, við viljum ekki rífa niður. Við berjumst fyrir, byggjum upp og bjóðum fram lausnir. Við erum breiðfylking ungs fólks, fylking samfélags fyrir alla, umbótaafl í stjórnmálum, aðhald gegn spillingu – og við höfum mótað okkur sess sem ein af grunnstoðum íslenskra stjórnmála. Pælum aðeins í því. Það eru tíu ár síðan Píratar byrjuðu að beita sér fyrir uppfærðri stjórnmálamenningu, aðhaldi með valdi, gagnsæi, gagnrýnni hugsun og lýðræði. Á þessum tíu árum höfum við náð raunverulegum árangri. Hægt og bítandi höfum við sýnt og sannað að Píratar séu afl heiðarleikans. Afl sem er keyrt áfram af venjulegu fólki sem vill bara skapa lýðræðislegt og heilbrigt samfélag þar sem allir fá tækifæri til að dafna og lifa lífinu á sínum forsendum. Baráttan fyrir gagnsæi og réttlæti Við höfum lagt mikla áherslu á gagnsæi og baráttuna gegn spillingu, því lýðræðið verður aldrei heilbrigt án þess að við séum viss um að við séum öll að leika eftir sömu leikreglum. Við spyrjum spurninga, köllum eftir svörum og bendum á þegar keisarinn er nakinn, því lýðræðið getur ekki þrifist í þögninni, myrkrinu og meðvirkninni. Við þekkjum það allt of vel hvernig það er ganga upp í móti í baráttunni fyrir réttlætismálum. Við þekkjum líka viðbrögðin við aðhaldinu sem Píratar standa fyrir. Þau eru oftast harkaleg. Það er talað niður til okkar og við erum sökuð um að vita ekkert og skilja ekkert. Svo virðist sem allt megi í íslenskum stjórnmálum annað en að raunverulega skoða málin ofan í kjölinn. Það má segja að þetta sé hin sannkallaða festa íslenskra stjórnmála. Yfirlæti og hortugheit. Sendiboðinn skotinn, málum þvælt og almenningur svo skammaður fyrir að láta ekki bjóða sér óréttlætið og sjálftökuna. Píratar neita að taka þátt í þessu, því þetta er ömurleg pólitík. Píratar snúast um lýðræði Hvað er að vera Pírati? Ég velti þessu oft fyrir mér. Það er gott að taka stundum smá stund og skoða eigin verk og hugsanir. Píratar voru stofnaðir til þess að innleiða virkt lýðræði á Íslandi. Grunnstefna flokksins hvílir á lýðræði og það hefur haft áhrif á öll vinnubrögð Pírata frá upphafi. En lýðræði er ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Lýðræði er líka nálgun á stjórnmál. Nálgun sem leggur áherslu á fólkið – hugmyndir þess, velferð og valdeflingu – og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans. Og ég held að þetta sé einmitt kjarninn, það sem skiptir mestu máli: okkur þykir vænt um fólk. Það er fátt betra leiðarljós í þessari vinnu en einmitt það að þykja vænt um fólk og samfélagið sem við öll deilum. Píratar sjá möguleikann á samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að dafna á eigin forsendum. Samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Hugrekkið til að spyrja óþægilegra spurninga Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfum við að sýna hugrekki og horfast í augu við ákveðnar grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur. Eru þau raunverulega að þjóna heildinni? Við þurfum nefnilega að byrja að takast á við rót vandamálanna í stað þess að plástra mein sem eru inngróin og kerfislæg. Pólitíkina skortir nauðsynlegt hugrekki, framsýni og heildræna nálgun til að takast á við þær risastóru samfélagsbreytingar sem eru þegar hafnar. Áskoranirnar og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir krefjast samvinnu og nýsköpunar, krefjast þess að við höfum öll efnahagslegt frelsi til þátttöku í samfélaginu. Frelsi til þess að nýta sköpunarkraftinn okkar og þora að gera tilraunir með allt sem þær hröðu samfélags- og tæknibreytingar sem við erum að ganga í gegnum bjóða upp á. Samtakamátturinn er lykillinn að getu okkar til að leysa risastóru verkefnin framundan. Verkefni stjórnmálanna er því fyrst og fremst að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að dafna. Lýðræðið er ekki sjálfsagt Það er ekki sjálfsagt í stjórnmálum að leiðarstefið sé gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun og upplýstar ákvarðanir. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálamenn byggi ákvarðanir sínar á gögnum og rökræðu en ekki sérhagsmunum. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að á þingi sé flokkur sem trúir á mikilvægi lýðræðis og valddreifingar, flokkur sem trúir því að fólk eigi að fá að hafa áhrif á ákvarðanir sem hafa áhrif á líf þess. Píratar eru hins vegar sá flokkur. Kæru Píratar, innan flokks sem utan – innilega til hamingju með tíu ára afmælið. Takk fyrir að standa saman vörð um lýðræðið, tjáningarfrelsið og sköpunargleðina gegnum súrt og sætt. Það skiptir nefnilega máli, og það er ekki sjálfsagt. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Píratar eru 10 ára og við erum komin til að vera. Við berjumst ekki gegn, við viljum ekki rífa niður. Við berjumst fyrir, byggjum upp og bjóðum fram lausnir. Við erum breiðfylking ungs fólks, fylking samfélags fyrir alla, umbótaafl í stjórnmálum, aðhald gegn spillingu – og við höfum mótað okkur sess sem ein af grunnstoðum íslenskra stjórnmála. Pælum aðeins í því. Það eru tíu ár síðan Píratar byrjuðu að beita sér fyrir uppfærðri stjórnmálamenningu, aðhaldi með valdi, gagnsæi, gagnrýnni hugsun og lýðræði. Á þessum tíu árum höfum við náð raunverulegum árangri. Hægt og bítandi höfum við sýnt og sannað að Píratar séu afl heiðarleikans. Afl sem er keyrt áfram af venjulegu fólki sem vill bara skapa lýðræðislegt og heilbrigt samfélag þar sem allir fá tækifæri til að dafna og lifa lífinu á sínum forsendum. Baráttan fyrir gagnsæi og réttlæti Við höfum lagt mikla áherslu á gagnsæi og baráttuna gegn spillingu, því lýðræðið verður aldrei heilbrigt án þess að við séum viss um að við séum öll að leika eftir sömu leikreglum. Við spyrjum spurninga, köllum eftir svörum og bendum á þegar keisarinn er nakinn, því lýðræðið getur ekki þrifist í þögninni, myrkrinu og meðvirkninni. Við þekkjum það allt of vel hvernig það er ganga upp í móti í baráttunni fyrir réttlætismálum. Við þekkjum líka viðbrögðin við aðhaldinu sem Píratar standa fyrir. Þau eru oftast harkaleg. Það er talað niður til okkar og við erum sökuð um að vita ekkert og skilja ekkert. Svo virðist sem allt megi í íslenskum stjórnmálum annað en að raunverulega skoða málin ofan í kjölinn. Það má segja að þetta sé hin sannkallaða festa íslenskra stjórnmála. Yfirlæti og hortugheit. Sendiboðinn skotinn, málum þvælt og almenningur svo skammaður fyrir að láta ekki bjóða sér óréttlætið og sjálftökuna. Píratar neita að taka þátt í þessu, því þetta er ömurleg pólitík. Píratar snúast um lýðræði Hvað er að vera Pírati? Ég velti þessu oft fyrir mér. Það er gott að taka stundum smá stund og skoða eigin verk og hugsanir. Píratar voru stofnaðir til þess að innleiða virkt lýðræði á Íslandi. Grunnstefna flokksins hvílir á lýðræði og það hefur haft áhrif á öll vinnubrögð Pírata frá upphafi. En lýðræði er ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Lýðræði er líka nálgun á stjórnmál. Nálgun sem leggur áherslu á fólkið – hugmyndir þess, velferð og valdeflingu – og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans. Og ég held að þetta sé einmitt kjarninn, það sem skiptir mestu máli: okkur þykir vænt um fólk. Það er fátt betra leiðarljós í þessari vinnu en einmitt það að þykja vænt um fólk og samfélagið sem við öll deilum. Píratar sjá möguleikann á samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að dafna á eigin forsendum. Samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Hugrekkið til að spyrja óþægilegra spurninga Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfum við að sýna hugrekki og horfast í augu við ákveðnar grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur. Eru þau raunverulega að þjóna heildinni? Við þurfum nefnilega að byrja að takast á við rót vandamálanna í stað þess að plástra mein sem eru inngróin og kerfislæg. Pólitíkina skortir nauðsynlegt hugrekki, framsýni og heildræna nálgun til að takast á við þær risastóru samfélagsbreytingar sem eru þegar hafnar. Áskoranirnar og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir krefjast samvinnu og nýsköpunar, krefjast þess að við höfum öll efnahagslegt frelsi til þátttöku í samfélaginu. Frelsi til þess að nýta sköpunarkraftinn okkar og þora að gera tilraunir með allt sem þær hröðu samfélags- og tæknibreytingar sem við erum að ganga í gegnum bjóða upp á. Samtakamátturinn er lykillinn að getu okkar til að leysa risastóru verkefnin framundan. Verkefni stjórnmálanna er því fyrst og fremst að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að dafna. Lýðræðið er ekki sjálfsagt Það er ekki sjálfsagt í stjórnmálum að leiðarstefið sé gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun og upplýstar ákvarðanir. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálamenn byggi ákvarðanir sínar á gögnum og rökræðu en ekki sérhagsmunum. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að á þingi sé flokkur sem trúir á mikilvægi lýðræðis og valddreifingar, flokkur sem trúir því að fólk eigi að fá að hafa áhrif á ákvarðanir sem hafa áhrif á líf þess. Píratar eru hins vegar sá flokkur. Kæru Píratar, innan flokks sem utan – innilega til hamingju með tíu ára afmælið. Takk fyrir að standa saman vörð um lýðræðið, tjáningarfrelsið og sköpunargleðina gegnum súrt og sætt. Það skiptir nefnilega máli, og það er ekki sjálfsagt. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun