Halda Ljósagöngu í fyrsta sinn eftir heimsfaraldur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 11:33 Frá síðustu Ljósagöngu Ljósaganga UN Women fer fram klukkan 17 í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi. Gangan hefur ekki farið fram síðustu tvö ár vegna COVID-19 takmarkana. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í rúma þrjá mánuði. Zahra Mesbah frá Afganistan og Zohreh Aria frá Íran munu leiða gönguna í ár og jafnframt segja nokkur orð áður en gangan hefst. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni. Frá síðustu Ljósagöngu Sýna samstöðu gegn kvenmorðum „Hið alþjóðlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvenmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81.100 konur um allan heim myrtar árið 2021. Þar af voru um 45.000 þeirra myrtar af eiginmanni sínum, sambýlismanni, unnusta eða öðrum nátengdum karlmönnum. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á 11 mínútna fresti,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Kvenmorð eru skilgreind sem morð á konum vegna kyns og eru því gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á harðneskjulegum lögum sem takmarka réttindi kvenna til frelsis. Með því að taka þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ Konur, líf, frelsi er þema göngunnar í ár Gangan hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. „Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Gradualekór Langholtskirkju mun flytja nokkur lög. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr til styrkar verkefnum UN Women. UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu,“ segir í tilkynningunni. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi. Gangan hefur ekki farið fram síðustu tvö ár vegna COVID-19 takmarkana. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í rúma þrjá mánuði. Zahra Mesbah frá Afganistan og Zohreh Aria frá Íran munu leiða gönguna í ár og jafnframt segja nokkur orð áður en gangan hefst. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni. Frá síðustu Ljósagöngu Sýna samstöðu gegn kvenmorðum „Hið alþjóðlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvenmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81.100 konur um allan heim myrtar árið 2021. Þar af voru um 45.000 þeirra myrtar af eiginmanni sínum, sambýlismanni, unnusta eða öðrum nátengdum karlmönnum. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á 11 mínútna fresti,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Kvenmorð eru skilgreind sem morð á konum vegna kyns og eru því gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á harðneskjulegum lögum sem takmarka réttindi kvenna til frelsis. Með því að taka þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ Konur, líf, frelsi er þema göngunnar í ár Gangan hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. „Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Gradualekór Langholtskirkju mun flytja nokkur lög. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr til styrkar verkefnum UN Women. UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu,“ segir í tilkynningunni.
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira