Forsetinn ræddi við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi í gegnum fjarfundarbúnað þar sem hann sagði hryðjuverk Rússa hafa komið niður á milljónum Úkraínumanna sem væru nú án rafmagns, hita eða vatns nú þegar vetur er genginn í garð.
Sjö hið minnsta létu lífið í þessari nýjustu árásahrinu Rússa. Þá urðu þær því einnig valdandi að þrjú kjarnorkuver þurfti að taka úr sambandi við orkunet landsins og Zaporishia verið, sem er stærsta kjarnirkuver Evrópu þurfti að notast við varaaflstöðvar til að knýja kæliferfi sín og annan öryggisbúnað.