Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 14:02 Roberts Freimanis skoraði 4 stig á 13 mínútum í skellinum á móti Val en tók ekki eitt einasta frákast. Vísir/Bára KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga. KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR
Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira