Pólitískar ákvarðanir ógni öryggi lögreglufólks og réttaröryggi í landinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 19:41 Jóhann Páll Jóhannsson og Kristrún Frostadóttir þingmenn Samfylkingarinnar vöktu athygli á alvarlegri stöðu löggæslu- og fangelsismála á Alþingi Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu dómsmálaráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þau segja stöðu löggæslu- og fangelsismála alvarlega og kalla eftir því að stjórnmálamenn taki afgerandi afstöðu með lögreglu. „Peningar eru ekki til fyrir stunguvestum fangavarða og að öðru óbreyttu fækkar um 50 rými í fangelsiskerfinu af 170 um áramótin á sama tíma og 320 einstaklingar bíða nú eftir að hefja afplánun. Lögreglunni mætir nú 2% aðhaldskrafa, tvöföldun frá fyrra ári. Þetta er pólitísk ákvörðun ríkisstjórnar, síendurtekin yfir áratug [...] Þessar pólitísku ákvarðanir ógna nú öryggi lögreglufólks vegna undirmönnunar og ógna réttaröryggi í landinu,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Hún segir að nú slái ríkisstjórnin um sig með 65 milljónum króna sem eigi að fara í fjölga nemendum lögreglunámi á háskólastigi. Um leið sé ráðist í aðhald sem kalli á uppsagnir innan lögreglunnar. Það sé enn eitt dæmi um skort á heildarsýn. Engin heildræn stefna sé í aðhaldi eða uppbyggingu sem skili sér einungis í stórkostlegum kostnaði og veikum innviðum. Stjórnmálamenn þurfi að standa með lögreglunni Jóhann Páll tók undir og sagði að stjórnmálamenn þyrftu að standa með lögreglunni, rétt eins og öðrum stofnunum samfélagsins. Standa eigi með fangelsunum og réttarvörslukerfinu í heild sinni. Það verði ekki gert með því að fjársvelta lögregluna og fangelsi landsins. „Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar afbrotamenn ganga lausir af því að fangelsin geta ekki tekið við þeim vegna vanfjármögnunar? Og hvers konar stríð gegn glæpum er það þegar menntuðum lögreglumönnum fækkar og fækkar og þegar Ísland lendir í botnsæti í samanburði milli landa eftir fjölda lögreglumanna miðað við höfðatölu?“ Hann skaut föstum skotum á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sem á dögunum boðaði stríð gegn skipulegri glæpastarfsemi. „Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar öryggi fangavarða er ekki tryggt og þegar aðbúnaði í fangelsum er stórkostlega ábótavant eins og Fangelsismálastofnun hefur farið yfir, og þegar fangelsiskerfið er of vanbúið til að geta veitt fólki alvöru tækifæri til betrunar? Virðulegi forseti, þessi frasi dómsmálaráðherra um stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi er hálfgerður brandari þegar við lítum á staðreyndirnar fyrir framan okkur,“ sagði Jóhann Páll. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Héraðssaksóknari rannsakar myndbandslekann „Þetta mál verður skoðað, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke. 23. nóvember 2022 17:17 Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Peningar eru ekki til fyrir stunguvestum fangavarða og að öðru óbreyttu fækkar um 50 rými í fangelsiskerfinu af 170 um áramótin á sama tíma og 320 einstaklingar bíða nú eftir að hefja afplánun. Lögreglunni mætir nú 2% aðhaldskrafa, tvöföldun frá fyrra ári. Þetta er pólitísk ákvörðun ríkisstjórnar, síendurtekin yfir áratug [...] Þessar pólitísku ákvarðanir ógna nú öryggi lögreglufólks vegna undirmönnunar og ógna réttaröryggi í landinu,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Hún segir að nú slái ríkisstjórnin um sig með 65 milljónum króna sem eigi að fara í fjölga nemendum lögreglunámi á háskólastigi. Um leið sé ráðist í aðhald sem kalli á uppsagnir innan lögreglunnar. Það sé enn eitt dæmi um skort á heildarsýn. Engin heildræn stefna sé í aðhaldi eða uppbyggingu sem skili sér einungis í stórkostlegum kostnaði og veikum innviðum. Stjórnmálamenn þurfi að standa með lögreglunni Jóhann Páll tók undir og sagði að stjórnmálamenn þyrftu að standa með lögreglunni, rétt eins og öðrum stofnunum samfélagsins. Standa eigi með fangelsunum og réttarvörslukerfinu í heild sinni. Það verði ekki gert með því að fjársvelta lögregluna og fangelsi landsins. „Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar afbrotamenn ganga lausir af því að fangelsin geta ekki tekið við þeim vegna vanfjármögnunar? Og hvers konar stríð gegn glæpum er það þegar menntuðum lögreglumönnum fækkar og fækkar og þegar Ísland lendir í botnsæti í samanburði milli landa eftir fjölda lögreglumanna miðað við höfðatölu?“ Hann skaut föstum skotum á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sem á dögunum boðaði stríð gegn skipulegri glæpastarfsemi. „Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar öryggi fangavarða er ekki tryggt og þegar aðbúnaði í fangelsum er stórkostlega ábótavant eins og Fangelsismálastofnun hefur farið yfir, og þegar fangelsiskerfið er of vanbúið til að geta veitt fólki alvöru tækifæri til betrunar? Virðulegi forseti, þessi frasi dómsmálaráðherra um stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi er hálfgerður brandari þegar við lítum á staðreyndirnar fyrir framan okkur,“ sagði Jóhann Páll.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Héraðssaksóknari rannsakar myndbandslekann „Þetta mál verður skoðað, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke. 23. nóvember 2022 17:17 Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47
Héraðssaksóknari rannsakar myndbandslekann „Þetta mál verður skoðað, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke. 23. nóvember 2022 17:17
Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59