Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 12:09 Slökkviliðsmenn í rústum fæðingardeildar í Viniansk í nótt. AP Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. Þessi aðgerð þingsins er þó að mestu táknræn þar sem lagaumgjörð Evrópuþingsins inniheldur ekki neinar aðgerðir gegn hryðjuverkaríkjum og Evrópa er þegar að beita Rússa fordæmalausum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Frá því innrás þeirra hófst þann 24. Febrúar hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á sjúkrahús víðsvegar um Úkraínu. Ein sú frægasta er árásin á barnasjúkrahús í Maríupól í mars. Rússar hafa einnig gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu með því markmiði að gera óbreyttum borgurum erfitt með að komast í gegnum veturinn. Frá Evrópuþinginu í gær.AP/Jean-Francois Badias Ráðamenn í Kænugarði hafa lengi kallað eftir því Rússland verði skilgreint sem hryðjuverkaríki og einangrað enn frekar vegna linnulausra árása þeirra á óbreytta borgara.Samhliða slæmu gengi Rússa á víglínum Úkraínu hefur þessum árásum fjölgað og umfang þeirra aukist, þar sem Rússar hafa beitt stýriflaugum sínum og eldflaugum að borgara legum skotmörkum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur neitað því að skilgreina Rússlands sem hryðjuverkaríki. Það vill hann ekki gera þó báðar deildir Bandaríkjaþings hafi samþykkt ályktanir þar að lútandi. Í Evrópu hafa þing Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands skilgreint Rússland sem hryðjuverkaríki. Rústuðu fæðingardeild með eldflaug Í nótt lenti rússnesk eldflaug á fæðingardeild sjúkrahúss í Vilniansk í suðurhluta Úkraínu. Tveggja daga gamalt barn lést í árásinni en björgunarsveitum tókst að bjarga móðurinni og einum lækni úr rústum fæðingardeildarinnar. On the night of November 23, the Russians attacked Vilnyansk, Zaporizhzhia region. A two-story building of the maternity ward was destroyed. A woman in labor with a newborn baby and a doctor were found under the rubble. The woman and the doctor survived, but the baby died SESU pic.twitter.com/6ClELRCbVK— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) November 23, 2022 Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja skemmdir á orkuinnviðum Úkraínu hafa gert heilbrigðisstarfsmönnum lífið erfitt. Í Kherson-borg þurfi læknar til að mynda að vinna í myrkri og nota höfuðljós og síma til að skera fólk upp. Rússar hafa verið að gera stórskotaliðsárásir á borgina undanfarna daga en einn viðmælandi fréttaveitunnar sagði frá því að þrjú börn sem særst hefðu í þessum árásum hefði ratað á sjúkrahús hans. Þau hafi verið mikið slösuð og meðal annars með áverka á höfði og innvortis blæðingar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28 Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Þessi aðgerð þingsins er þó að mestu táknræn þar sem lagaumgjörð Evrópuþingsins inniheldur ekki neinar aðgerðir gegn hryðjuverkaríkjum og Evrópa er þegar að beita Rússa fordæmalausum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Frá því innrás þeirra hófst þann 24. Febrúar hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á sjúkrahús víðsvegar um Úkraínu. Ein sú frægasta er árásin á barnasjúkrahús í Maríupól í mars. Rússar hafa einnig gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu með því markmiði að gera óbreyttum borgurum erfitt með að komast í gegnum veturinn. Frá Evrópuþinginu í gær.AP/Jean-Francois Badias Ráðamenn í Kænugarði hafa lengi kallað eftir því Rússland verði skilgreint sem hryðjuverkaríki og einangrað enn frekar vegna linnulausra árása þeirra á óbreytta borgara.Samhliða slæmu gengi Rússa á víglínum Úkraínu hefur þessum árásum fjölgað og umfang þeirra aukist, þar sem Rússar hafa beitt stýriflaugum sínum og eldflaugum að borgara legum skotmörkum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur neitað því að skilgreina Rússlands sem hryðjuverkaríki. Það vill hann ekki gera þó báðar deildir Bandaríkjaþings hafi samþykkt ályktanir þar að lútandi. Í Evrópu hafa þing Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands skilgreint Rússland sem hryðjuverkaríki. Rústuðu fæðingardeild með eldflaug Í nótt lenti rússnesk eldflaug á fæðingardeild sjúkrahúss í Vilniansk í suðurhluta Úkraínu. Tveggja daga gamalt barn lést í árásinni en björgunarsveitum tókst að bjarga móðurinni og einum lækni úr rústum fæðingardeildarinnar. On the night of November 23, the Russians attacked Vilnyansk, Zaporizhzhia region. A two-story building of the maternity ward was destroyed. A woman in labor with a newborn baby and a doctor were found under the rubble. The woman and the doctor survived, but the baby died SESU pic.twitter.com/6ClELRCbVK— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) November 23, 2022 Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja skemmdir á orkuinnviðum Úkraínu hafa gert heilbrigðisstarfsmönnum lífið erfitt. Í Kherson-borg þurfi læknar til að mynda að vinna í myrkri og nota höfuðljós og síma til að skera fólk upp. Rússar hafa verið að gera stórskotaliðsárásir á borgina undanfarna daga en einn viðmælandi fréttaveitunnar sagði frá því að þrjú börn sem særst hefðu í þessum árásum hefði ratað á sjúkrahús hans. Þau hafi verið mikið slösuð og meðal annars með áverka á höfði og innvortis blæðingar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28 Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19