Fullt hús á frumsýningunni í Tallinn og fjórar stjörnur í hús Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 16:01 Ása Helga, Hera og Aníta. Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var frumsýnd með pompi og pragt á laugardag á PÖFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Fullt hús var á sýningunni. Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir myndinni sem byggð er á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson. Myndin er framleidd af þeim Birgittu Björnsdóttur og Skúla Fr. Malmquist fyrir Zik Zak og Vintage Pictures. Leikstjóri, framleiðandi og aðalleikkonurnar tvær, Aníta Briem og Hera Hilmarsdóttir fylgdu myndinni út. Frá vinstri: Ivo Felt, Edvinas Puksta, Inga Vares, Greta Varts, Eugen Tamberg, Aníta Briem, Gunnar Þorri Pétursson, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Hera Hilmarsdóttir, Antti Reikko, Oskari Huttu, Tuomas Klaavo, Kristín Anna Valtýsdóttir, Birgitta Björnsdóttir, Heiki Luts Ástarsagan með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum var frumsýnd hér á landi fyrr í haust og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Kvikmyndahátíðin í Tallinn er ein sú stærsta í Norður - Evrópu og keppti Svar við bréfi Helgu í svokölluðum Baltic Competition flokki. Eftir sýninguna var Q&A með Ásu Helgu, Anítu, Heru og Birgittu Björnsdóttur framleiðanda. Birgitta Björnsdóttir svarar spurningum eftir sýninguna. Fyrsti dómur frá Tallin er kominn í hús þar sem myndin fær fjórar stjörnur. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson og fjallar um hinn unga bónda Bjarna sem verður ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau. Sagan gerist á Ströndum á fimmta áratug síðustu aldar. Hera var mynduð á hátíðinni ásamt kærasta sínum, Sam Keeley. Ása Helga skrifar jafnframt handritið ásamt þeim Bergsveini og Otto Geir Borg. Í öðrum hlutverkum eru Björn Thors, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Arnmundur Ernst Björnsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sóley Elíasdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Aníta Briem klæddist svartri dragt á svarta dreglinum í Tallin. Fleiri myndir frá frumsýningunni má finna í albúminu hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Eistland Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. 26. október 2022 13:00 Stjörnurnar skinu skært á hátíðarsýningu Svar við bréfi Helgu Það var troðfullt út úr húsi í Háskólabíói í gær á sérstakri hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Stjörnur myndarinnar ljómuðu skært á rauða dreglinum fyrir sýningu. 1. september 2022 15:38 Húsfyllir á forsýningu Svars við bréfi Helgu í Trékyllisvík Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í Árneshreppi um helgina. Íbúar fjölmenntu í bíó. 29. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir myndinni sem byggð er á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson. Myndin er framleidd af þeim Birgittu Björnsdóttur og Skúla Fr. Malmquist fyrir Zik Zak og Vintage Pictures. Leikstjóri, framleiðandi og aðalleikkonurnar tvær, Aníta Briem og Hera Hilmarsdóttir fylgdu myndinni út. Frá vinstri: Ivo Felt, Edvinas Puksta, Inga Vares, Greta Varts, Eugen Tamberg, Aníta Briem, Gunnar Þorri Pétursson, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Hera Hilmarsdóttir, Antti Reikko, Oskari Huttu, Tuomas Klaavo, Kristín Anna Valtýsdóttir, Birgitta Björnsdóttir, Heiki Luts Ástarsagan með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum var frumsýnd hér á landi fyrr í haust og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Kvikmyndahátíðin í Tallinn er ein sú stærsta í Norður - Evrópu og keppti Svar við bréfi Helgu í svokölluðum Baltic Competition flokki. Eftir sýninguna var Q&A með Ásu Helgu, Anítu, Heru og Birgittu Björnsdóttur framleiðanda. Birgitta Björnsdóttir svarar spurningum eftir sýninguna. Fyrsti dómur frá Tallin er kominn í hús þar sem myndin fær fjórar stjörnur. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson og fjallar um hinn unga bónda Bjarna sem verður ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau. Sagan gerist á Ströndum á fimmta áratug síðustu aldar. Hera var mynduð á hátíðinni ásamt kærasta sínum, Sam Keeley. Ása Helga skrifar jafnframt handritið ásamt þeim Bergsveini og Otto Geir Borg. Í öðrum hlutverkum eru Björn Thors, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Arnmundur Ernst Björnsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sóley Elíasdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Aníta Briem klæddist svartri dragt á svarta dreglinum í Tallin. Fleiri myndir frá frumsýningunni má finna í albúminu hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Eistland Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. 26. október 2022 13:00 Stjörnurnar skinu skært á hátíðarsýningu Svar við bréfi Helgu Það var troðfullt út úr húsi í Háskólabíói í gær á sérstakri hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Stjörnur myndarinnar ljómuðu skært á rauða dreglinum fyrir sýningu. 1. september 2022 15:38 Húsfyllir á forsýningu Svars við bréfi Helgu í Trékyllisvík Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í Árneshreppi um helgina. Íbúar fjölmenntu í bíó. 29. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. 26. október 2022 13:00
Stjörnurnar skinu skært á hátíðarsýningu Svar við bréfi Helgu Það var troðfullt út úr húsi í Háskólabíói í gær á sérstakri hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Stjörnur myndarinnar ljómuðu skært á rauða dreglinum fyrir sýningu. 1. september 2022 15:38
Húsfyllir á forsýningu Svars við bréfi Helgu í Trékyllisvík Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í Árneshreppi um helgina. Íbúar fjölmenntu í bíó. 29. ágúst 2022 14:01