Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 11:59 Tveir synir Hebe de Bonafini hurfu í tíð herforingjastjórnarinnar og aldrei spurðist til þeirra aftur. Hún tók höndum saman við hóp mæðra í sömu stöðu og hóf vikuleg mótmæli sem vöktu heimsathygli. AP/Jorge Saenz Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. Hebe de Bonafini var ein þrettán kvenna sem hófu vikuleg mótmæli á Maítorgi fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires til þess að krefjast þess að herforingjastjórnin skilaði börnum þeirra sem öryggissveitir höfðu numið á brott í maí árið 1977. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Tveir synir Bonafini fundust aldrei og eru taldir hafa verið myrtir af stjórnvöldum. Öryggissveitir tvístruðu fyrstu mótmælunum og rændu og myrtu Azucenu Villaflor, fyrsta leiðtoga þeirra, Þrátt fyrir það óx mótmælunum ásmegin. Konurnar tóku upp á því að vefja taubleyjum um höfuðið til merkis um horfin börn þeirra og hvítir klútar urðu að einkennistákni hreyfingarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alberto Fernández, forseti Argentínu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða Bonafini sem hann lýsti sem baráttukonu sem unni sér aldrei hvíldar. Bonafini var þó ekki óumdeild. Eftir að herforingjastjórnin lagði upp laupana árið 1983 héldu mótmælin áfram og var hún í fararbroddi róttækari hreyfingar sem barðist fyrir kerfisbreytingum. Hún lýsti meðal annars yfir ánægju með hryðjuverkin í New York árið 2001 vegna hernaðaraðgerða vesturlanda. Þá sagði hún að Jóhannes Páll páfi annar færi til helvítis þar sem hann væri bersyndugur. Argentína Mannréttindi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Hebe de Bonafini var ein þrettán kvenna sem hófu vikuleg mótmæli á Maítorgi fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires til þess að krefjast þess að herforingjastjórnin skilaði börnum þeirra sem öryggissveitir höfðu numið á brott í maí árið 1977. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Tveir synir Bonafini fundust aldrei og eru taldir hafa verið myrtir af stjórnvöldum. Öryggissveitir tvístruðu fyrstu mótmælunum og rændu og myrtu Azucenu Villaflor, fyrsta leiðtoga þeirra, Þrátt fyrir það óx mótmælunum ásmegin. Konurnar tóku upp á því að vefja taubleyjum um höfuðið til merkis um horfin börn þeirra og hvítir klútar urðu að einkennistákni hreyfingarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alberto Fernández, forseti Argentínu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða Bonafini sem hann lýsti sem baráttukonu sem unni sér aldrei hvíldar. Bonafini var þó ekki óumdeild. Eftir að herforingjastjórnin lagði upp laupana árið 1983 héldu mótmælin áfram og var hún í fararbroddi róttækari hreyfingar sem barðist fyrir kerfisbreytingum. Hún lýsti meðal annars yfir ánægju með hryðjuverkin í New York árið 2001 vegna hernaðaraðgerða vesturlanda. Þá sagði hún að Jóhannes Páll páfi annar færi til helvítis þar sem hann væri bersyndugur.
Argentína Mannréttindi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira