„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2022 22:31 Emil Karel Einarsson dró vagninn fyrir Þórsara þegar liðið snéri taflinu við gegn Keflvíkingum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. „Já, mjög svo og líka bara hvernig við unnum þennan leik, mér fannst það skipta máli. Þegar maður er í svona taphrinu þá þarf maður bara að gera alla skítavinnuna til að ná að klóra sig í fyrsta sigurinn og mér fannt við gera það rosalega vel,“ sagði Emil Karel að leik loknum. „Það var mikil ástríða og mikil stemning. Við vorum að fagna mikið og þetta er bara nákvæmlega það sem við þurftum. Þorlákshafnarbúar tóku vel við sér í stúkunni og hjálpuðu okkur að koma þessu yfir endalínuna.“ Þórsarar lentu í áfalli þegar Styrmir Snær Þrastarson var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur um miðjan þriðja leikhluta. Í stað þess að hengja haus þjöppuðu Þórsarar sér saman og við tók magnaður viðsnúningur þar sem Emil var í broddi fylkingar. „Það er annað hvort sem við getum gert. Við getum brotnað niður eða eflst við þetta og mér fannst við gera það vel. Mér fannst ég og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] svolítið leiða það að koma geðveikinni í gang. Við vorum svolítið að berja á þeim í vörninni og þá fengum við auðveld stig hinumegin.“ „Og svo var Vinny [Vincent Shahid] bara að búa allt til fyrir okkur. Gæinn gat bara valið hvað hann vildi gera og svo bara að sjá hvað Fotios [Lampropoulos] hefur líka orðið betri eftir að Vinny kom, hann er að fá þægilegri skot fyrir sjálfan sig. Svo erum ég og Dabbi líka að fá meira rými þannig að bara hrós á allt liðið fyrir frábæra frammistöðu.“ Þórsarar heimsækja ÍR-inga næstkomandi fimmtudag í sjöundu umferð Subway-deildar karla og Emil segir að liðið muni klárlega taka sigurinn í kvöld með sér á koddann og reyna að nýta hann í næsta leik. „Að sjálfsögðu. Það er bara sama hugarfar þegar við förum í leikinn á móti ÍR. Við þurfum bara að leggja okkur alla í þetta því við getum ekki verið að slaka á núna. Núna þurfum við bara að bæta í og bæta okkar leik,“ sagði Emil að lokum. Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
„Já, mjög svo og líka bara hvernig við unnum þennan leik, mér fannst það skipta máli. Þegar maður er í svona taphrinu þá þarf maður bara að gera alla skítavinnuna til að ná að klóra sig í fyrsta sigurinn og mér fannt við gera það rosalega vel,“ sagði Emil Karel að leik loknum. „Það var mikil ástríða og mikil stemning. Við vorum að fagna mikið og þetta er bara nákvæmlega það sem við þurftum. Þorlákshafnarbúar tóku vel við sér í stúkunni og hjálpuðu okkur að koma þessu yfir endalínuna.“ Þórsarar lentu í áfalli þegar Styrmir Snær Þrastarson var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur um miðjan þriðja leikhluta. Í stað þess að hengja haus þjöppuðu Þórsarar sér saman og við tók magnaður viðsnúningur þar sem Emil var í broddi fylkingar. „Það er annað hvort sem við getum gert. Við getum brotnað niður eða eflst við þetta og mér fannst við gera það vel. Mér fannst ég og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] svolítið leiða það að koma geðveikinni í gang. Við vorum svolítið að berja á þeim í vörninni og þá fengum við auðveld stig hinumegin.“ „Og svo var Vinny [Vincent Shahid] bara að búa allt til fyrir okkur. Gæinn gat bara valið hvað hann vildi gera og svo bara að sjá hvað Fotios [Lampropoulos] hefur líka orðið betri eftir að Vinny kom, hann er að fá þægilegri skot fyrir sjálfan sig. Svo erum ég og Dabbi líka að fá meira rými þannig að bara hrós á allt liðið fyrir frábæra frammistöðu.“ Þórsarar heimsækja ÍR-inga næstkomandi fimmtudag í sjöundu umferð Subway-deildar karla og Emil segir að liðið muni klárlega taka sigurinn í kvöld með sér á koddann og reyna að nýta hann í næsta leik. „Að sjálfsögðu. Það er bara sama hugarfar þegar við förum í leikinn á móti ÍR. Við þurfum bara að leggja okkur alla í þetta því við getum ekki verið að slaka á núna. Núna þurfum við bara að bæta í og bæta okkar leik,“ sagði Emil að lokum.
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55