Kyrie Irving slapp úr banninu í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 10:30 Kyrie Irving var ánægður með að fá aftur að spila körfubolta með Brooklyn Nets liðinu í nótt. AP/Eduardo Munoz Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving gat loksins mætt í vinnuna í NBA-deildinni í nótt en hann snéri þá aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru. Brooklyn Nets setti Kyrie í bann fyrir að deila á samfélagmiðlum upp úr bók og kvikmynd sem snérust um gyðingahatur. Welcome back Kyrie Irving as he nails the triple in his first game back pic.twitter.com/LvrdYWXZmW— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2022 Irving fékk á sig mikla gagnrýni og auk þess að vera settur í bann þá missti hann meðal annars stóran auglýsingasamning við Nike íþróttavöruframleiðandann. Í yfirlýsingu frá Nike sagði að fyrirtækið líði hvorki gyðingahatur né nokkurt form hatursorðræðu og það er óhætt að segja að Irving hafi fengið slæma útreið í fjölmiðlum vegna háttalags síns. Kyrie var alls frá í átta leiki en hann þurfti að uppfylla mörg skilyrði til að fá að snúa aftur inn á völlinn. Irving hjálpaði Brooklyn Nets að vinna 127-115 sigur á Memphis Grizzlies í nótt en hann skoraði 14 stig og tók 5 fráköst. Kyrie Irving has a lot of support outside of Barclays Center today (Via @PlainJaneDee_) pic.twitter.com/DQpSAJ0ool— NBACentral (@TheNBACentral) November 20, 2022 Irving var ánægður með að fá að spila aftur með liðsfélögum sínum. „Mér leið vel. Ég saknaði liðsfélaganna og saknaði þjálfarateymisins. Það er gott að komast í gegnum þennan fyrsta leik og núna getum við horft fram á veginn á þessu tímabili,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Hann hitti úr 5 af 12 skotum en náði ekki að gefa eina stoðsendingu á 26 mínútum. Irving sagðist líka aldrei hafa efast um að hann myndi spila aftur fyrir Brooklyn Nets en margir héldu að hans tíma hjá Nets liðinu væri lokið eftir þetta bann. Black Hebrew Israelites out in force today, chanting we are the real Jews and time to wake up, as they marched towards the Barclay s Center in support of Kyrie Irving s return. pic.twitter.com/hUPbbHlsBg— Ari Ingel (@OGAride) November 21, 2022 NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Brooklyn Nets setti Kyrie í bann fyrir að deila á samfélagmiðlum upp úr bók og kvikmynd sem snérust um gyðingahatur. Welcome back Kyrie Irving as he nails the triple in his first game back pic.twitter.com/LvrdYWXZmW— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2022 Irving fékk á sig mikla gagnrýni og auk þess að vera settur í bann þá missti hann meðal annars stóran auglýsingasamning við Nike íþróttavöruframleiðandann. Í yfirlýsingu frá Nike sagði að fyrirtækið líði hvorki gyðingahatur né nokkurt form hatursorðræðu og það er óhætt að segja að Irving hafi fengið slæma útreið í fjölmiðlum vegna háttalags síns. Kyrie var alls frá í átta leiki en hann þurfti að uppfylla mörg skilyrði til að fá að snúa aftur inn á völlinn. Irving hjálpaði Brooklyn Nets að vinna 127-115 sigur á Memphis Grizzlies í nótt en hann skoraði 14 stig og tók 5 fráköst. Kyrie Irving has a lot of support outside of Barclays Center today (Via @PlainJaneDee_) pic.twitter.com/DQpSAJ0ool— NBACentral (@TheNBACentral) November 20, 2022 Irving var ánægður með að fá að spila aftur með liðsfélögum sínum. „Mér leið vel. Ég saknaði liðsfélaganna og saknaði þjálfarateymisins. Það er gott að komast í gegnum þennan fyrsta leik og núna getum við horft fram á veginn á þessu tímabili,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Hann hitti úr 5 af 12 skotum en náði ekki að gefa eina stoðsendingu á 26 mínútum. Irving sagðist líka aldrei hafa efast um að hann myndi spila aftur fyrir Brooklyn Nets en margir héldu að hans tíma hjá Nets liðinu væri lokið eftir þetta bann. Black Hebrew Israelites out in force today, chanting we are the real Jews and time to wake up, as they marched towards the Barclay s Center in support of Kyrie Irving s return. pic.twitter.com/hUPbbHlsBg— Ari Ingel (@OGAride) November 21, 2022
NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum