„Við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 20:55 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM „Það sem situr svolítið eftir hjá manni er að það skuli vera hópur þarna úti í okkar samfélagi sem einhvern veginn telur þetta bara vera í lagi,“ segir Helgi Gunnlaugsson prófessor í félags og afbrotafræði og vísar þar í fréttir af alvarlegri hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. „Að þetta sé einhverskonar eðlilegur máti að leysa ágreining: að gera það bara með afgerandi vopnaburði, inni á opinberum vettvangi og ráðast þarna á einhverja aðila sem þeim er í nöp við. Það er kannski það sem manni bregður við varðandi þennan atburð.“ Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Helgi segir atburðinn marka ákveðinn þáttaskil en telur þó mikilvægt að nálgast málið ekki eingöngu út frá löggæslu- og refsingarvinklinum. Í samtali við Reykjavík Síðdegis segir Helgi að ákveðin þróun sé að eiga sér stað hér á landi í málum þar sem vopnaburður kemur við sögu. „En þetta mál er samt svolítið annars eðlis að því leytinu til að þarna virðist vera um skipulagða atlögu að ræða, þar sem menn raunverulega undirbúa sig fyrirfram, þar sem menn eru komnir með grímur og hylja andlit sitt. Þá þarf að skipuleggja það með einhverjum hætti, og koma þarna inn á þessu augnabliki og ráðast þarna að þremur aðilum. Þannig að það kveður þarna við nýjan tón í þessum málum, alveg klárlega. Manni bregður,“ segir Helgi. Hann tekur undir með því að málið minni að vissu leyti á atvik sem komið hafa upp í nágrannalöndum okkar, þar sem skipulögð gengjastríð koma við sögu og eggvoppnum og skotvopnum er beitt. „En við höfum ekki séð mikið af þessu hér hjá okkur, og aldrei með þessum hætti sem við sáum í gærkvöldi, það er að segja skipulögð atlaga af þessu tagi, í opinberu rými þar sem ráðist er inn með þessum hætti, fyrir framan gesti og saklausa borgara sem eru þarna í hægindum sínum og horfa upp á þessi ósköp.“Hann segir helst benda til að atburðurinn í gærkvöldi hafi verið einhverskonar uppgjör eða hefnd en það sé þó ekki hægt að fullyrða að það tengist undirheimunum. „Það sem slær mann kanski mest í þessu er að þarna skuli vera hópur einstaklinga sem telur það í sjálfu sér bara í lagi að bera vopn og mæta með grímu og beita vopnum með þessu tagi.“ Þá segir Helgi mikilvægt að gæta þess að hópamyndun af þessu tagi nái ekki að festa rætur í samfélaginu. „Þarna eru einstaklingar, kynslóðir, hópar sem að einhverju leyti hafa slitnað frá okkar samfélagi. Og við þurfum að einhverju leyti að ná til þessara hópa og svo líka að koma í veg fyrir að það verði brottfall í okkar skólakerfi, að menn lendi ekki á milli stafs og hurðar í okkar samfélagi. Að menn hafi við eitthvað að iðja, hvort sem það er í skóla eða vinnu eða frístund, þar sem menn losna ekki alveg frá samfélaginu og eru án eftirlits og umgjarðar.“ Helgi telur einnig mikilvægt að skerpa á því að vopnaburður af þessu tagi sé ekki heimill í opinberu rými. „Við þurfum auðvitað að skoða hverskonar viðurlagakerfi við höfum varðandi það. En við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda, hann er dýpri en svo.“ Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54 „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
„Að þetta sé einhverskonar eðlilegur máti að leysa ágreining: að gera það bara með afgerandi vopnaburði, inni á opinberum vettvangi og ráðast þarna á einhverja aðila sem þeim er í nöp við. Það er kannski það sem manni bregður við varðandi þennan atburð.“ Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Helgi segir atburðinn marka ákveðinn þáttaskil en telur þó mikilvægt að nálgast málið ekki eingöngu út frá löggæslu- og refsingarvinklinum. Í samtali við Reykjavík Síðdegis segir Helgi að ákveðin þróun sé að eiga sér stað hér á landi í málum þar sem vopnaburður kemur við sögu. „En þetta mál er samt svolítið annars eðlis að því leytinu til að þarna virðist vera um skipulagða atlögu að ræða, þar sem menn raunverulega undirbúa sig fyrirfram, þar sem menn eru komnir með grímur og hylja andlit sitt. Þá þarf að skipuleggja það með einhverjum hætti, og koma þarna inn á þessu augnabliki og ráðast þarna að þremur aðilum. Þannig að það kveður þarna við nýjan tón í þessum málum, alveg klárlega. Manni bregður,“ segir Helgi. Hann tekur undir með því að málið minni að vissu leyti á atvik sem komið hafa upp í nágrannalöndum okkar, þar sem skipulögð gengjastríð koma við sögu og eggvoppnum og skotvopnum er beitt. „En við höfum ekki séð mikið af þessu hér hjá okkur, og aldrei með þessum hætti sem við sáum í gærkvöldi, það er að segja skipulögð atlaga af þessu tagi, í opinberu rými þar sem ráðist er inn með þessum hætti, fyrir framan gesti og saklausa borgara sem eru þarna í hægindum sínum og horfa upp á þessi ósköp.“Hann segir helst benda til að atburðurinn í gærkvöldi hafi verið einhverskonar uppgjör eða hefnd en það sé þó ekki hægt að fullyrða að það tengist undirheimunum. „Það sem slær mann kanski mest í þessu er að þarna skuli vera hópur einstaklinga sem telur það í sjálfu sér bara í lagi að bera vopn og mæta með grímu og beita vopnum með þessu tagi.“ Þá segir Helgi mikilvægt að gæta þess að hópamyndun af þessu tagi nái ekki að festa rætur í samfélaginu. „Þarna eru einstaklingar, kynslóðir, hópar sem að einhverju leyti hafa slitnað frá okkar samfélagi. Og við þurfum að einhverju leyti að ná til þessara hópa og svo líka að koma í veg fyrir að það verði brottfall í okkar skólakerfi, að menn lendi ekki á milli stafs og hurðar í okkar samfélagi. Að menn hafi við eitthvað að iðja, hvort sem það er í skóla eða vinnu eða frístund, þar sem menn losna ekki alveg frá samfélaginu og eru án eftirlits og umgjarðar.“ Helgi telur einnig mikilvægt að skerpa á því að vopnaburður af þessu tagi sé ekki heimill í opinberu rými. „Við þurfum auðvitað að skoða hverskonar viðurlagakerfi við höfum varðandi það. En við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda, hann er dýpri en svo.“
Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54 „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54
„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent