Ökukennsla á Íslandi 1915 – 2021 Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 17. nóvember 2022 10:01 Í Morgunblaðinu 9. ágúst 1918 birtist í grein um hraðakstur innan borgarmarka Reykjavíkur en þar segir að menn ækju bifhjólum „með afskaplegum hraða jafnvel fyrir götuhorn, án þess að gefa merki nema rétt um leið og beygt er fyrir hornið” í sömu grein leggur greinarhöfundur það til að banna akstur bifhjóla, og reyndar bifreiða einnig, að næturlagi. Fyrsta löggjöf um umferð á Íslandi var gefin út af Kristjáni tíunda og samþykkt af Alþingi þann 2. nóvember árið 1914 „Lög um notkun bifreiða”. Lögin fjölluðu að mestu um búnað bílsins og hvernig honum skyldi beitt. Einnig var kveðið á í lögunum um ökuhraða sem aldrei mátti vera meiri en 15 km/klst í þéttbýli og utan þéttbýlis aldrei meiri en 35 km/klst. Aldurstakmörk til að öðlast ökuskírteini voru 21 ár og sýna þurfti vottorð frá lækni um að viðkomandi hefði fulla sjón og vottorð tveggja valinkunnra manna um áreiðanleika og samviskusemi. Einnig þurfti viðkomandi að standast próf. Ökukennarafélag Íslands varð 75 ára á s.l. ári og í tilefni þess var bókin “saga ökukennslu á Íslandi 1915 -2021, Regluverk og framkvæmd,, gefin út af félaginu. Eins og titill bókarinnar segir þá hefur hún að geyma upplýsingar um sögu ökukennslu allt frá því kennsla hófst hér á landi til ársins 2021, ásamt regluverki og framkvæmd. Allt frá því að fyrsta bifreiðin var flutt til landsins árið 1904, kölluð “Thomsens-bíllinn” þá hafa gríðarlegar framfarir orðið bæði í þróun bifreiða en ekki síður umferðarmannvirkja og hafa lög og reglur tekið miklum breytingum í takt við þær breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu. Fyrsta ökuprófið fór fram 15. júní 1915 og luku fimm manns prófinu og stóðust allir og fyrstu ökuskírteinin komu í hlut Hafliða Hjartarsonar, húsasmíðameistara sem fékk ökuskírteini nr. 1, Björgvins Jóhannssonar sem fékk ökuskírteini nr. 2 og Egils Vilhjálmssonar, mótorista og „bifreiðavirkja” sem fékk ökuskírteini nr. 3. Síðar fengust þeir allir við bifreiðakennslu á einhverjum tíma en Björgvin varð umsvifamikill á því sviði. Fyrst kvenna hér á landi til að öðlast ökuskírteini var Áslaug Johnsson en ökuskírteini hennar var nr. 81 og lauk hún námi 1918 í septembermánuði. Rúmt ár leið þar til að næsta kona fékk ökuréttindi en það var Katrín Fjeldsted en hennar skírteini var nr. 221 en hún hafði um nokkurt skeið ekið án ökuskírteinis m.a. við opinbera hjálparstarfsemi þegar spánska veikin geisaði. Á fyrstu árunum varð nokkuð um breytingar á regluverki en fá nýmæli er lutu að málefnum bifreiðakennslu. Það var svo 1. febrúar 1928 sem ný reglugerð var gefin út þar sem auðkenningar bifreiða til kennslu var getið eins og segir í lögunum „þar sem kensla fer fram”. Nú skyldi auðkenna bifreið með tveim spjöldum, öðru að framan, hinu að aftan með greinilegri áletrun: Kenslubifreið, ritað með einu n-i. Á upphafsárum ökukennslu var ekki um auðugan garð að gresja með námsefni og hugsanlega ekki brýn þörf á slíku þar sem regluverkið var fábrotið og á engan hátt líkt því sem við þekkjum í dag. En þrátt fyrir fáar og einfaldar reglur í umferðinni og að mest öll kennsla fór fram sem verkleg kennsla þá ritaði Ásgeir Þorsteinsson lítið kver, Bifreiðabók fyrir bifreiðastjóra og aðra sem vildu kynna sér bifreiðina og akstur hennar. Þann 22. nóvember 1946 var Ökukennarafélag Íslands stofnað. Með stofnun þess má segja að ákveðið gæfuspor fyrir bifreiðakennslu í landinu hafi verið stigið þrátt fyrir að í raun hafi félagið ekki öðlast raunverulega viðurkenningu stjórnvalda fyrr en í aðdragana breytingarinnar í hægri umferð árið 1968. Með þeirri breytingu fékk félagið tækifæri til að setja sitt mark á framvindu mála á sviði umferðar. Allt frá þeim tíma hefur félagið unnið að mörgum góðum og þörfum málefnum tengdum ökukennslu og umferðarfræðslu sem oftar en ekki hafa síðar meir reynst farsæll áfangi á árangursríkri vegferð. Ástæðuna fyrir stofnun félagsins má rekja til þess að mönnum fannst ástandið í ökukennslunni orðið óviðunandi eða eins og það var þá orðað „þar sem allir mögulegir og ómögulegir væru farnir að kenna á bíl”. Það voru Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi hjá Slysavarnarfélagi Íslands og Viggó Eyjólfsson, bifreiðaeftirlitsmaður er voru framkvöðlar að stofnuninni. Stundaði hvorugur ökukennslu en vildu þeir með stofnun félagsins freista þess að grisja eitthvað þann stóra hóp sem fékkst við ökukennslu með því að efla faglega vitund félagsmanna og metnað í ökukennslu. Í þessari grein hefur aðeins verið fjallað um fá atriði um upphaf ökukennslu á Íslandi og stofnun Ökukennarafélags Íslands en ítarlega umfjöllun um málaflokkinn má finna í umræddri bók. Í ritnefnd bókarinnar voru þeir: Guðbrandur Bogason, Snorri Bjarnason og Arnaldur Árnason og er sá síðast nefndi textahöfundur verksins. Næstkomandi laugardag mun Ökukennarafélag Íslands halda félagsfund þar sem félagsmenn munu vinna að stefnumótun félagsins til framtíðar. Innan Ökukennarafélags Íslands býr mikill mannauður og mikilvægt er að hann vinni í sameiningu að því að móta stefnu félagsins til framtíðar sem án efa mun hafa jákvæð áhrif á þróun ökukennslu og leiða til aukins umferðaröryggis okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Þuríður B. Ægisdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 9. ágúst 1918 birtist í grein um hraðakstur innan borgarmarka Reykjavíkur en þar segir að menn ækju bifhjólum „með afskaplegum hraða jafnvel fyrir götuhorn, án þess að gefa merki nema rétt um leið og beygt er fyrir hornið” í sömu grein leggur greinarhöfundur það til að banna akstur bifhjóla, og reyndar bifreiða einnig, að næturlagi. Fyrsta löggjöf um umferð á Íslandi var gefin út af Kristjáni tíunda og samþykkt af Alþingi þann 2. nóvember árið 1914 „Lög um notkun bifreiða”. Lögin fjölluðu að mestu um búnað bílsins og hvernig honum skyldi beitt. Einnig var kveðið á í lögunum um ökuhraða sem aldrei mátti vera meiri en 15 km/klst í þéttbýli og utan þéttbýlis aldrei meiri en 35 km/klst. Aldurstakmörk til að öðlast ökuskírteini voru 21 ár og sýna þurfti vottorð frá lækni um að viðkomandi hefði fulla sjón og vottorð tveggja valinkunnra manna um áreiðanleika og samviskusemi. Einnig þurfti viðkomandi að standast próf. Ökukennarafélag Íslands varð 75 ára á s.l. ári og í tilefni þess var bókin “saga ökukennslu á Íslandi 1915 -2021, Regluverk og framkvæmd,, gefin út af félaginu. Eins og titill bókarinnar segir þá hefur hún að geyma upplýsingar um sögu ökukennslu allt frá því kennsla hófst hér á landi til ársins 2021, ásamt regluverki og framkvæmd. Allt frá því að fyrsta bifreiðin var flutt til landsins árið 1904, kölluð “Thomsens-bíllinn” þá hafa gríðarlegar framfarir orðið bæði í þróun bifreiða en ekki síður umferðarmannvirkja og hafa lög og reglur tekið miklum breytingum í takt við þær breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu. Fyrsta ökuprófið fór fram 15. júní 1915 og luku fimm manns prófinu og stóðust allir og fyrstu ökuskírteinin komu í hlut Hafliða Hjartarsonar, húsasmíðameistara sem fékk ökuskírteini nr. 1, Björgvins Jóhannssonar sem fékk ökuskírteini nr. 2 og Egils Vilhjálmssonar, mótorista og „bifreiðavirkja” sem fékk ökuskírteini nr. 3. Síðar fengust þeir allir við bifreiðakennslu á einhverjum tíma en Björgvin varð umsvifamikill á því sviði. Fyrst kvenna hér á landi til að öðlast ökuskírteini var Áslaug Johnsson en ökuskírteini hennar var nr. 81 og lauk hún námi 1918 í septembermánuði. Rúmt ár leið þar til að næsta kona fékk ökuréttindi en það var Katrín Fjeldsted en hennar skírteini var nr. 221 en hún hafði um nokkurt skeið ekið án ökuskírteinis m.a. við opinbera hjálparstarfsemi þegar spánska veikin geisaði. Á fyrstu árunum varð nokkuð um breytingar á regluverki en fá nýmæli er lutu að málefnum bifreiðakennslu. Það var svo 1. febrúar 1928 sem ný reglugerð var gefin út þar sem auðkenningar bifreiða til kennslu var getið eins og segir í lögunum „þar sem kensla fer fram”. Nú skyldi auðkenna bifreið með tveim spjöldum, öðru að framan, hinu að aftan með greinilegri áletrun: Kenslubifreið, ritað með einu n-i. Á upphafsárum ökukennslu var ekki um auðugan garð að gresja með námsefni og hugsanlega ekki brýn þörf á slíku þar sem regluverkið var fábrotið og á engan hátt líkt því sem við þekkjum í dag. En þrátt fyrir fáar og einfaldar reglur í umferðinni og að mest öll kennsla fór fram sem verkleg kennsla þá ritaði Ásgeir Þorsteinsson lítið kver, Bifreiðabók fyrir bifreiðastjóra og aðra sem vildu kynna sér bifreiðina og akstur hennar. Þann 22. nóvember 1946 var Ökukennarafélag Íslands stofnað. Með stofnun þess má segja að ákveðið gæfuspor fyrir bifreiðakennslu í landinu hafi verið stigið þrátt fyrir að í raun hafi félagið ekki öðlast raunverulega viðurkenningu stjórnvalda fyrr en í aðdragana breytingarinnar í hægri umferð árið 1968. Með þeirri breytingu fékk félagið tækifæri til að setja sitt mark á framvindu mála á sviði umferðar. Allt frá þeim tíma hefur félagið unnið að mörgum góðum og þörfum málefnum tengdum ökukennslu og umferðarfræðslu sem oftar en ekki hafa síðar meir reynst farsæll áfangi á árangursríkri vegferð. Ástæðuna fyrir stofnun félagsins má rekja til þess að mönnum fannst ástandið í ökukennslunni orðið óviðunandi eða eins og það var þá orðað „þar sem allir mögulegir og ómögulegir væru farnir að kenna á bíl”. Það voru Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi hjá Slysavarnarfélagi Íslands og Viggó Eyjólfsson, bifreiðaeftirlitsmaður er voru framkvöðlar að stofnuninni. Stundaði hvorugur ökukennslu en vildu þeir með stofnun félagsins freista þess að grisja eitthvað þann stóra hóp sem fékkst við ökukennslu með því að efla faglega vitund félagsmanna og metnað í ökukennslu. Í þessari grein hefur aðeins verið fjallað um fá atriði um upphaf ökukennslu á Íslandi og stofnun Ökukennarafélags Íslands en ítarlega umfjöllun um málaflokkinn má finna í umræddri bók. Í ritnefnd bókarinnar voru þeir: Guðbrandur Bogason, Snorri Bjarnason og Arnaldur Árnason og er sá síðast nefndi textahöfundur verksins. Næstkomandi laugardag mun Ökukennarafélag Íslands halda félagsfund þar sem félagsmenn munu vinna að stefnumótun félagsins til framtíðar. Innan Ökukennarafélags Íslands býr mikill mannauður og mikilvægt er að hann vinni í sameiningu að því að móta stefnu félagsins til framtíðar sem án efa mun hafa jákvæð áhrif á þróun ökukennslu og leiða til aukins umferðaröryggis okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun