Segir ekkert benda til árásar Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 16. nóvember 2022 11:54 Andrzej Duda, forseti Póllands. EPA/PAWEL SUPERNAK Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn. Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn.
Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira