Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 09:33 Frá þorpinu Przewodow í Póllandi þar sem tveir dóu í gær eftir að eldflaug lenti þar. Líklegast er um loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum að ræða. AP/Michal Dyjuk Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. Svo virðist þó sem að um sé að ræða S-300 loftvarnaflaug sem Úkraínumenn reyndu að nota til að skjóta niður eina af stýriflaugum Rússa en villtist af leið og lenti innan landamæra Póllands, með áðurnefndum afleiðingum. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa AP fréttaveitan hefur eftir þremur heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bandaríkjanna að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að um úkraínska loftvarnarflaug sé að ræða. Wall Street Journal hefur sömu upplýsingar eftir öðrum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að flugskeytinu hefði verið skotið frá Rússlandi Sjá einnig: Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Fregnir hafa borist af því í dag að ráðamenn í Póllandi hafa ekki virkjað fjórða ákvæði stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins eftir atvikið en það ákvæði snýr að umræðu meðal aðildarríkja um öryggi eins eða allra þeirra. Þykir þetta til marks um að Pólverjar hafi komist að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn. Atvikið verður rætt í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í dag.AP/Olivier Matthys Ráðamenn í Póllandi sögðu í gær að flugskeytið hefði verið framleidd í Rússlandi en það gæti vel átt við S-300 loftvarnaflaugar Úkraínumanna. Sjá einnig: Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Bæði yfirvöld í Póllandi og leiðtogar NATO hafa gefið í skyn um að ekki sé um árás að ræða. Þess í stað hefur verið talað um atvik. Sérfræðingar sem skoðuðu myndir af braki eldflaugarinnar sögðu í gærkvöldi að um S-300 loftvarnaflaug frá Úkraínu væri um að ræða. So what crashed in the village of Przewodów, Poland today?With the cooperation of @blueboy1969 we analyzed the available photos of fragments and came to a clear conclusion that they belong to the 48D6 motor of the 5V55-series missile of the S-300 AD system- a Ukrainian one. pic.twitter.com/f0Ex3USLN8— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Málið verður rætt á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í dag, þar sem sendiherrar aðildarríkja NATO munu koma saman og skoða þau gögn sem liggja fyrir um atvikið og ræða viðbrögð við því. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun einnig koma saman í dag og ræða innrás Rússa í Úkraínu en sá fundur var skipulagður fyrir atvikið í gær. Þá munu varnarmálaráðherrar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funda í dag, þar sem atvikið verður án efa einnig rætt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður einnig á fundinum. Auka viðbúnað Ráðamenn í Úkraínu hafa haldið því fram að um rússneska stýriflaug hafi verið að ræða. Þeirra á meðal voru Vólódímír Selenskí, forseti, og Dmitro Kuleba, utanríkisráðherra. Selenskí hefur í kjölfarið rætt við Andrzej Duda, forseta Póllands, og þá væntanlega um atvikið. Hvað þeir sögðu við hvorn annan liggur þó ekki fyrir. Pólverjar hafa lýst því yfir í kjölfarið að viðbúnaður hersins verði aukinn vegna atviksins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Svo virðist þó sem að um sé að ræða S-300 loftvarnaflaug sem Úkraínumenn reyndu að nota til að skjóta niður eina af stýriflaugum Rússa en villtist af leið og lenti innan landamæra Póllands, með áðurnefndum afleiðingum. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa AP fréttaveitan hefur eftir þremur heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bandaríkjanna að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að um úkraínska loftvarnarflaug sé að ræða. Wall Street Journal hefur sömu upplýsingar eftir öðrum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að flugskeytinu hefði verið skotið frá Rússlandi Sjá einnig: Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Fregnir hafa borist af því í dag að ráðamenn í Póllandi hafa ekki virkjað fjórða ákvæði stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins eftir atvikið en það ákvæði snýr að umræðu meðal aðildarríkja um öryggi eins eða allra þeirra. Þykir þetta til marks um að Pólverjar hafi komist að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn. Atvikið verður rætt í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í dag.AP/Olivier Matthys Ráðamenn í Póllandi sögðu í gær að flugskeytið hefði verið framleidd í Rússlandi en það gæti vel átt við S-300 loftvarnaflaugar Úkraínumanna. Sjá einnig: Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Bæði yfirvöld í Póllandi og leiðtogar NATO hafa gefið í skyn um að ekki sé um árás að ræða. Þess í stað hefur verið talað um atvik. Sérfræðingar sem skoðuðu myndir af braki eldflaugarinnar sögðu í gærkvöldi að um S-300 loftvarnaflaug frá Úkraínu væri um að ræða. So what crashed in the village of Przewodów, Poland today?With the cooperation of @blueboy1969 we analyzed the available photos of fragments and came to a clear conclusion that they belong to the 48D6 motor of the 5V55-series missile of the S-300 AD system- a Ukrainian one. pic.twitter.com/f0Ex3USLN8— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Málið verður rætt á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í dag, þar sem sendiherrar aðildarríkja NATO munu koma saman og skoða þau gögn sem liggja fyrir um atvikið og ræða viðbrögð við því. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun einnig koma saman í dag og ræða innrás Rússa í Úkraínu en sá fundur var skipulagður fyrir atvikið í gær. Þá munu varnarmálaráðherrar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funda í dag, þar sem atvikið verður án efa einnig rætt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður einnig á fundinum. Auka viðbúnað Ráðamenn í Úkraínu hafa haldið því fram að um rússneska stýriflaug hafi verið að ræða. Þeirra á meðal voru Vólódímír Selenskí, forseti, og Dmitro Kuleba, utanríkisráðherra. Selenskí hefur í kjölfarið rætt við Andrzej Duda, forseta Póllands, og þá væntanlega um atvikið. Hvað þeir sögðu við hvorn annan liggur þó ekki fyrir. Pólverjar hafa lýst því yfir í kjölfarið að viðbúnaður hersins verði aukinn vegna atviksins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira