Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 22:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. Taugatitringur hefur gripið um sig á meðal Atlantshafsbandalagsríkja eftir að fregnir bárust af því að flugskeyti sem kom yfir landamærin að Úkraínu hefði fellt tvo í bæ í austanverðu Póllandi síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustmanni að rússnesk flugskeyti hefðu lent í Póllandi. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Viðbúnaður pólska hersins var aukinn í kjölfarið og meta stjórnvöld þar nú hvort þau eigi að virkja ákvæði stofnasáttmála NATO um samráð þegar öryggi aðildarríkis er ógnað. Stofnsáttmálinn gerir ennfremur ráð fyrir því að árás á eitt aðildarríki teljist árás á þau öll. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendiherrar NATO-ríkja fundi á morgun að beiðni Pólverja. Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur meðal annars rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, og Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Leiðtogar Evrópusambandsins og annarra NATO-ríkja hafa lýst þungum áhyggjum af vendingunum. Í tísti sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi frá sér í kvöld lýsti hún fréttunum frá Póllandi sem áhyggjuefni. „Ísland stendur með pólsku þjóðinni og við fylgjumst grannt með atburðum,“ tísti hún. Alarming news from Poland where innocent lives have been lost. Iceland stands with the people of Poland and we are monitoring events closely.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 15, 2022 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tísti á svipuðum nótum í kvöld. Sendi hún Pólverjum samúðarkveðjur vegna mannfallsins í því sem hún sagði ógnvekjandi sprengingum þar. Our condolences to those who have lost loved ones in the frightening explosions in Poland today. We will monitor the situation closely as the facts emerge.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) November 15, 2022 Ríkisútvarpið segir að upplýsingafundur með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og utanríkismálanefnd Alþingis vegna atburðanna í Póllandi verði haldinn í fyrramálið. Pólland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Taugatitringur hefur gripið um sig á meðal Atlantshafsbandalagsríkja eftir að fregnir bárust af því að flugskeyti sem kom yfir landamærin að Úkraínu hefði fellt tvo í bæ í austanverðu Póllandi síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustmanni að rússnesk flugskeyti hefðu lent í Póllandi. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Viðbúnaður pólska hersins var aukinn í kjölfarið og meta stjórnvöld þar nú hvort þau eigi að virkja ákvæði stofnasáttmála NATO um samráð þegar öryggi aðildarríkis er ógnað. Stofnsáttmálinn gerir ennfremur ráð fyrir því að árás á eitt aðildarríki teljist árás á þau öll. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendiherrar NATO-ríkja fundi á morgun að beiðni Pólverja. Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur meðal annars rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, og Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Leiðtogar Evrópusambandsins og annarra NATO-ríkja hafa lýst þungum áhyggjum af vendingunum. Í tísti sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi frá sér í kvöld lýsti hún fréttunum frá Póllandi sem áhyggjuefni. „Ísland stendur með pólsku þjóðinni og við fylgjumst grannt með atburðum,“ tísti hún. Alarming news from Poland where innocent lives have been lost. Iceland stands with the people of Poland and we are monitoring events closely.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 15, 2022 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tísti á svipuðum nótum í kvöld. Sendi hún Pólverjum samúðarkveðjur vegna mannfallsins í því sem hún sagði ógnvekjandi sprengingum þar. Our condolences to those who have lost loved ones in the frightening explosions in Poland today. We will monitor the situation closely as the facts emerge.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) November 15, 2022 Ríkisútvarpið segir að upplýsingafundur með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og utanríkismálanefnd Alþingis vegna atburðanna í Póllandi verði haldinn í fyrramálið.
Pólland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira