Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 21:43 Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, þegar hann mætti til fundar þjóðaröryggisráðs Póllands eftir tíðindin af sprengingunum í austanverðu landinu í kvöld. Vísir/EPA Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. Tveir féllu í sprengingum í bænum Przewodów í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni innan bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk flugskeyti hefðu hæft bæinn en það hefur enn ekki verið staðfest. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði því að rússnesk vopn hefðu valdið dauða fólksins. Að loknum neyðarfundi pólsku ríkisstjórnarinnar í kvöld greindi talsmaður hennar frá því að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað. Rannsókn stæði yfir á sprengingunum. Þá hafi Andrzej Duda, forseti, rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í kvöld. Ríkisstjórnin skoði hvort hún vilji virkja fjórðu grein stofnsáttmála NATO um að aðildarríkin stingi saman nefjum þegar eitt þeirra telur öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmáli NATO leggur einnig árás á eitt aðildarríki að jöfnu við árás á þau öll. Polish Govt spox:- investigating reasons behind the explosion- two people dead- military readiness level raised in response- President Duda spoke with Stoltenberg tonight- Poland considering whether to call for NATO discussions under Article 4- Cabinet meeting to follow— Jakub Krupa (@JakubKrupa) November 15, 2022 Stoltenberg staðfesti á Twitter að hann hefði rætt við Duda. NATO fylgist nú með ástandinu. Lagði hann áherslu á að komist yrði að því sanna í málinu. Hvíta húsið staðfesti einnig í kvöld að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði rætt við Duda um sprenginguna. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sakaði Rússa um að ráðast beinlínis á Pólland í kvöld. Aðeins hafi verið tímaspursmál þar til hryðjuverk Rússa bærust yfir landamæri Úkraínu. „Þetta er rússnesk flugskeytaárás á sameiginlegt öryggi. Þetta er mjög alvarleg stigmögnun. Við verðum að bregðast við,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir honum. Rússar stóðu fyrir umfangsmiklum flugskeytaárásum á Úkraínu í dag, einhverjum þeim mestu frá upphafi innrásar þeirra í febrúar. Umfangsmikið rafmagnsleysi er víða um landið. Rússneskar eldflaugar eru einnig sagðar hafa hæft orkuinnviði í Moldóvu. Eystrasaltsríkin Eistland og Litháen brugðust við fréttunum með því að lýsa yfir samstöðu með Pólverjum og ítrekað að verja þyrfti landsvæði NATO. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hvatti til stillingar. Fréttirnar frá Póllandi væru áhyggjuefni en að nauðsynlegt væri að staðfesta hvað hefði raunverulega gerst. Uutiset Puolasta ovat huolestuttavia. Tarkan ja vahvistetun tiedon saaminen on nyt ensiarvoisen tärkeää. Sen jälkeen on johtopäätösten aika. Tilannetta seurataan herkeämättä.— Sauli Niinistö (@niinisto) November 15, 2022 Miklar vangaveltur hafa verið um hvort að flugskeytin sem lentu í Póllandi hafi verið rússnesk eða úkraínskar loftvarnarflaugar. Dmytró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sakaði Rússa um að dreifa samsæriskenningum um að flaugarnar hafi verið úkraínskar en að það væri ekki satt. „Enginn ætti að kaupa rússneskan áróður eða básúna hann. Það hefði átt að læra þá lexíu fyrir löngu eftir að flug MH17 var skotið niður,“ tísti Kúleba og vísaði til þess þegar Rússar skutu niður malasíska farþegaflugvél yfir Úkraínu árið 2014. Russia now promotes a conspiracy theory that it was allegedly a missile of Ukrainian air defense that fell on the Polish theory. Which is not true. No one should buy Russian propaganda or amplify its messages. This lesson should have been long learnt since the downing of #MH17.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) November 15, 2022 Pólland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. 15. nóvember 2022 16:08 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Tveir féllu í sprengingum í bænum Przewodów í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni innan bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk flugskeyti hefðu hæft bæinn en það hefur enn ekki verið staðfest. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði því að rússnesk vopn hefðu valdið dauða fólksins. Að loknum neyðarfundi pólsku ríkisstjórnarinnar í kvöld greindi talsmaður hennar frá því að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað. Rannsókn stæði yfir á sprengingunum. Þá hafi Andrzej Duda, forseti, rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í kvöld. Ríkisstjórnin skoði hvort hún vilji virkja fjórðu grein stofnsáttmála NATO um að aðildarríkin stingi saman nefjum þegar eitt þeirra telur öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmáli NATO leggur einnig árás á eitt aðildarríki að jöfnu við árás á þau öll. Polish Govt spox:- investigating reasons behind the explosion- two people dead- military readiness level raised in response- President Duda spoke with Stoltenberg tonight- Poland considering whether to call for NATO discussions under Article 4- Cabinet meeting to follow— Jakub Krupa (@JakubKrupa) November 15, 2022 Stoltenberg staðfesti á Twitter að hann hefði rætt við Duda. NATO fylgist nú með ástandinu. Lagði hann áherslu á að komist yrði að því sanna í málinu. Hvíta húsið staðfesti einnig í kvöld að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði rætt við Duda um sprenginguna. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sakaði Rússa um að ráðast beinlínis á Pólland í kvöld. Aðeins hafi verið tímaspursmál þar til hryðjuverk Rússa bærust yfir landamæri Úkraínu. „Þetta er rússnesk flugskeytaárás á sameiginlegt öryggi. Þetta er mjög alvarleg stigmögnun. Við verðum að bregðast við,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir honum. Rússar stóðu fyrir umfangsmiklum flugskeytaárásum á Úkraínu í dag, einhverjum þeim mestu frá upphafi innrásar þeirra í febrúar. Umfangsmikið rafmagnsleysi er víða um landið. Rússneskar eldflaugar eru einnig sagðar hafa hæft orkuinnviði í Moldóvu. Eystrasaltsríkin Eistland og Litháen brugðust við fréttunum með því að lýsa yfir samstöðu með Pólverjum og ítrekað að verja þyrfti landsvæði NATO. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hvatti til stillingar. Fréttirnar frá Póllandi væru áhyggjuefni en að nauðsynlegt væri að staðfesta hvað hefði raunverulega gerst. Uutiset Puolasta ovat huolestuttavia. Tarkan ja vahvistetun tiedon saaminen on nyt ensiarvoisen tärkeää. Sen jälkeen on johtopäätösten aika. Tilannetta seurataan herkeämättä.— Sauli Niinistö (@niinisto) November 15, 2022 Miklar vangaveltur hafa verið um hvort að flugskeytin sem lentu í Póllandi hafi verið rússnesk eða úkraínskar loftvarnarflaugar. Dmytró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sakaði Rússa um að dreifa samsæriskenningum um að flaugarnar hafi verið úkraínskar en að það væri ekki satt. „Enginn ætti að kaupa rússneskan áróður eða básúna hann. Það hefði átt að læra þá lexíu fyrir löngu eftir að flug MH17 var skotið niður,“ tísti Kúleba og vísaði til þess þegar Rússar skutu niður malasíska farþegaflugvél yfir Úkraínu árið 2014. Russia now promotes a conspiracy theory that it was allegedly a missile of Ukrainian air defense that fell on the Polish theory. Which is not true. No one should buy Russian propaganda or amplify its messages. This lesson should have been long learnt since the downing of #MH17.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) November 15, 2022
Pólland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. 15. nóvember 2022 16:08 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58
Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. 15. nóvember 2022 16:08