Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2022 16:08 Eldflaugar hæfðu þrjú íbúðarhús í Kænugarði. AP/Andrew Kravchenko Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Engir sjálfsprengjudrónar frá Íran voru notaðir við árásirnar. Margar Eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Ráðamenn í Kænugarði segja ástandið alvarlegt í kjölfar árásarinnar. #Ukraine: A Russian cruise missile (Kh-101/Kh-55) was shot down by Ukrainian Air Defense systems over #Kyiv today. pic.twitter.com/kiHiTvLDh0— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Hér má sjá myndband sem tekið var í sprengjuskýli í Úkraínu í dag. Dnipro, one of the bomb shelters pic.twitter.com/A1hDUlH7Vm— English (@TpyxaNews) November 15, 2022 Ekki fyrsta umfangsmikla árásin Úkraínumenn unnu nýverið mikinn sigur þegar Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar og vendingarnar marka mikil kaflaskil í átökunum í Úkraínu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar gera umfangsmiklar eldflaugaárásir á Úkraínu en það var einnig gert eftir undanhaldið frá Kharkív-héraði og eftir að árásin var gerð á brúnna yfir Kerchsund, sem tengir meginland Rússlands við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Sjá einnig: Úkraínumenn með frumkvæðið og von á frekari gagnárásum Ráðamenn í Kænugarði hafa sagt að árásir sem þessar geri lítið annað en að stappa stálinu í úkraínsku þjóðina. Þær sýni nauðsyn þess að sigra Rússa og reka þá á brott frá öllum hernumdum svæðum landsins. Here s what Kyiv looks like this evening after Russia s latest missile barrage targeting energy infrastructure. Half of the Ukrainian capital a city of nearly 4 million people is without power. pic.twitter.com/mDdvKIkH00— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 15, 2022 Wopke Hoekstra, utanríkisráðherra Hollands, var staddur í Kænugarði í dag og þurfti að leita skjóls í sprengjubyrgi. Í tístum sem hann birt fyrr í dag sagði hann Hollendinga staðráðna í að standa við bakið á Úkraínumönnum, þeir gætu treyst á Hollendinga. Being in #Kyiv and witnessing the appalling damage inflicted on this city by Russian aggression hardens my determination to hold the perpetrators to account. It is my deepest conviction that we have a duty to help #Ukraine in every way possible. #StandWithUkraine 2/3— Wopke Hoekstra (@WBHoekstra) November 15, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. 15. nóvember 2022 08:03 Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. 14. nóvember 2022 23:20 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14. nóvember 2022 10:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Engir sjálfsprengjudrónar frá Íran voru notaðir við árásirnar. Margar Eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Ráðamenn í Kænugarði segja ástandið alvarlegt í kjölfar árásarinnar. #Ukraine: A Russian cruise missile (Kh-101/Kh-55) was shot down by Ukrainian Air Defense systems over #Kyiv today. pic.twitter.com/kiHiTvLDh0— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Hér má sjá myndband sem tekið var í sprengjuskýli í Úkraínu í dag. Dnipro, one of the bomb shelters pic.twitter.com/A1hDUlH7Vm— English (@TpyxaNews) November 15, 2022 Ekki fyrsta umfangsmikla árásin Úkraínumenn unnu nýverið mikinn sigur þegar Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar og vendingarnar marka mikil kaflaskil í átökunum í Úkraínu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar gera umfangsmiklar eldflaugaárásir á Úkraínu en það var einnig gert eftir undanhaldið frá Kharkív-héraði og eftir að árásin var gerð á brúnna yfir Kerchsund, sem tengir meginland Rússlands við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Sjá einnig: Úkraínumenn með frumkvæðið og von á frekari gagnárásum Ráðamenn í Kænugarði hafa sagt að árásir sem þessar geri lítið annað en að stappa stálinu í úkraínsku þjóðina. Þær sýni nauðsyn þess að sigra Rússa og reka þá á brott frá öllum hernumdum svæðum landsins. Here s what Kyiv looks like this evening after Russia s latest missile barrage targeting energy infrastructure. Half of the Ukrainian capital a city of nearly 4 million people is without power. pic.twitter.com/mDdvKIkH00— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 15, 2022 Wopke Hoekstra, utanríkisráðherra Hollands, var staddur í Kænugarði í dag og þurfti að leita skjóls í sprengjubyrgi. Í tístum sem hann birt fyrr í dag sagði hann Hollendinga staðráðna í að standa við bakið á Úkraínumönnum, þeir gætu treyst á Hollendinga. Being in #Kyiv and witnessing the appalling damage inflicted on this city by Russian aggression hardens my determination to hold the perpetrators to account. It is my deepest conviction that we have a duty to help #Ukraine in every way possible. #StandWithUkraine 2/3— Wopke Hoekstra (@WBHoekstra) November 15, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. 15. nóvember 2022 08:03 Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. 14. nóvember 2022 23:20 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14. nóvember 2022 10:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. 15. nóvember 2022 08:03
Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. 14. nóvember 2022 23:20
Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10
Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14. nóvember 2022 10:46