„Einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2022 13:32 Valsmenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. vísir/hulda margrét Hrannari Guðmundssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, finnst Valsmenn vera full viðkvæmir þessa dagana og bendir á viðbrögð þeirra við umræðunni um Tryggva Garðar Jónsson og styrk Ferencváros sem Valur sigraði í Evrópudeildinni. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, þyrlaði upp ryki með ummælum sínum um Tryggva Garðar í hlaðvarpinu Handkastinu í síðustu viku og lenti í kjölfarið í deilum á Twitter. „Þetta var helvíti þung vika fyrir Sérfræðinginn. Það var mikið álag á mér. Það fóru tveir til þrír dagar í þetta. Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu í gær. Hrannar var gestur Arnars Daða í Handkastinu. Honum finnst Valsmenn taka alla umræðu um karlaliðið full nærri sér. „Þetta var einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað,“ sagði Hrannar. „Með Valsara, þú ert kominn með pabba þjálfarans brjálaðan á Twitter og gamla leikmenn. Valur er langbesta liðið á Íslandi, hvað varð um það að hugsa stórt og halda áfram með lífið. Það komu einhver smá ummæli um Tryggva Garðar og allt varð vitlaust.“ Valsmenn voru heldur ekki sáttir með það þegar Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sagði að Valur hefði átt að vinna Ferencváros í Evrópudeildinni. Hann hafi spilað í Ungverjalandi og ekki fundist mikið til Ferencváros koma. „Líka þegar Stefán Rafn kom með ummælin um ungverska liðið. Hann fékk bara Valsherinn á sig. Má bara ekki gagnrýna neitt sem Snorri Steinn [Guðjónsson, þjálfari Vals] gerir?“ sagði Hrannar. Arnar Daði skaut inn í að hann hafi vissulega verið í hópi þeirra sem lét Stefán Rafn heyra það. Hrannar segist þó skilja af hverju Tryggvi Garðar fær jafn fá tækifæri og raun ber vitni. „Það eru örugglega góð rök fyrir því að Tryggvi Garðar spilar ekki meira. Hann fær alltaf á sig glórulausar tvær mínútur í hverjum leik,“ sagði Hrannar. Arnar Daði segist standa við ummæli sín í Handkasti síðustu viku. „Ég var farinn að heyra umræðuna: guð, hvað ég væri ekki til í að vera þessi leikmaður núna og guð hjálpi honum þegar hann fær tækifærið. Hann sýndi í dag [í gær gegn Haukum] að hann er alveg nógu góður til að spila í þessari deild,“ sagði Arnar Daði. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, þyrlaði upp ryki með ummælum sínum um Tryggva Garðar í hlaðvarpinu Handkastinu í síðustu viku og lenti í kjölfarið í deilum á Twitter. „Þetta var helvíti þung vika fyrir Sérfræðinginn. Það var mikið álag á mér. Það fóru tveir til þrír dagar í þetta. Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu í gær. Hrannar var gestur Arnars Daða í Handkastinu. Honum finnst Valsmenn taka alla umræðu um karlaliðið full nærri sér. „Þetta var einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað,“ sagði Hrannar. „Með Valsara, þú ert kominn með pabba þjálfarans brjálaðan á Twitter og gamla leikmenn. Valur er langbesta liðið á Íslandi, hvað varð um það að hugsa stórt og halda áfram með lífið. Það komu einhver smá ummæli um Tryggva Garðar og allt varð vitlaust.“ Valsmenn voru heldur ekki sáttir með það þegar Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sagði að Valur hefði átt að vinna Ferencváros í Evrópudeildinni. Hann hafi spilað í Ungverjalandi og ekki fundist mikið til Ferencváros koma. „Líka þegar Stefán Rafn kom með ummælin um ungverska liðið. Hann fékk bara Valsherinn á sig. Má bara ekki gagnrýna neitt sem Snorri Steinn [Guðjónsson, þjálfari Vals] gerir?“ sagði Hrannar. Arnar Daði skaut inn í að hann hafi vissulega verið í hópi þeirra sem lét Stefán Rafn heyra það. Hrannar segist þó skilja af hverju Tryggvi Garðar fær jafn fá tækifæri og raun ber vitni. „Það eru örugglega góð rök fyrir því að Tryggvi Garðar spilar ekki meira. Hann fær alltaf á sig glórulausar tvær mínútur í hverjum leik,“ sagði Hrannar. Arnar Daði segist standa við ummæli sín í Handkasti síðustu viku. „Ég var farinn að heyra umræðuna: guð, hvað ég væri ekki til í að vera þessi leikmaður núna og guð hjálpi honum þegar hann fær tækifærið. Hann sýndi í dag [í gær gegn Haukum] að hann er alveg nógu góður til að spila í þessari deild,“ sagði Arnar Daði. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira