Einstaklingum í uppbótarmeðferð fjölgað úr 276 í 438 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2022 07:22 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum. Þetta kemur fram í svörum Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Diljá Mistar Einarsdóttur um skaðaminnkun. Diljá spurði ráðherra hvort til stæði að veita læknum heimild til að ávísa ópíóðum eða sambærilegum efnum til einstaklinga með víumefnavanda með skaðaminnkuna að markmiði, líkt og tíðkast í Danmörku og víðar. „Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Til upplýsingar þá eru leyfisskyld lyf greidd af fjárlagalið leyfisskyldra lyfja og eru sjúklingum að kostnaðarlausu. Lyfjanefnd Landspítala hefur yfirumsjón með leyfisskyldum lyfjum,“ segir í svari ráðherra. Þá segir að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafi gert með sér samning um viðhaldsmeðferðir gegn ópíumfíkn, sem starfrækt er á göngudeild Sjúkrahússins Vogs á Stórhöfða. SÁÁ hafi þannig sinnt meginhlutverki meðferðarinnar en nokkur hluti sjúklinga í göngudeildarþjónustu SÁÁ eða undir eftirliti geðlækna sæki lyfin sín á töfluformi í apótek. Ef um ávísun á forðastungulyf sé að ræða sé notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun. Töfluformið verði að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum og eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði megi ávísa lyfjunum. „Þar sem um leyfisskylt lyf er að ræða leggur lyfjanefnd Landspítala línurnar fyrir heimild fyrir notkun lyfsins. Lyfjanefnd gefur út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að meðferð til að einstaklingur hljóti niðurgreiðslu. Leiðbeiningarnar innihalda gjarnan upplýsingar um hvaða sérgreinar og stofnanir geta ávísað lyfinu, hvert mat skal vera fyrir meðferð, hvernig eftirfylgni skuli háttað og upplýsingar um umsóknarferli.“ Svar ráðherra. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Diljá Mistar Einarsdóttur um skaðaminnkun. Diljá spurði ráðherra hvort til stæði að veita læknum heimild til að ávísa ópíóðum eða sambærilegum efnum til einstaklinga með víumefnavanda með skaðaminnkuna að markmiði, líkt og tíðkast í Danmörku og víðar. „Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Til upplýsingar þá eru leyfisskyld lyf greidd af fjárlagalið leyfisskyldra lyfja og eru sjúklingum að kostnaðarlausu. Lyfjanefnd Landspítala hefur yfirumsjón með leyfisskyldum lyfjum,“ segir í svari ráðherra. Þá segir að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafi gert með sér samning um viðhaldsmeðferðir gegn ópíumfíkn, sem starfrækt er á göngudeild Sjúkrahússins Vogs á Stórhöfða. SÁÁ hafi þannig sinnt meginhlutverki meðferðarinnar en nokkur hluti sjúklinga í göngudeildarþjónustu SÁÁ eða undir eftirliti geðlækna sæki lyfin sín á töfluformi í apótek. Ef um ávísun á forðastungulyf sé að ræða sé notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun. Töfluformið verði að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum og eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði megi ávísa lyfjunum. „Þar sem um leyfisskylt lyf er að ræða leggur lyfjanefnd Landspítala línurnar fyrir heimild fyrir notkun lyfsins. Lyfjanefnd gefur út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að meðferð til að einstaklingur hljóti niðurgreiðslu. Leiðbeiningarnar innihalda gjarnan upplýsingar um hvaða sérgreinar og stofnanir geta ávísað lyfinu, hvert mat skal vera fyrir meðferð, hvernig eftirfylgni skuli háttað og upplýsingar um umsóknarferli.“ Svar ráðherra.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira