Lífið

Edrú í þúsund daga og ein­hleyp á ný

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Leikkonan Dóra Jóhannsdóttir stendur á tímamótum í sínu lífi.
Leikkonan Dóra Jóhannsdóttir stendur á tímamótum í sínu lífi. Instagram

Það er óhætt að segja að leikkonan og handritshöfundurinn Dóra Jóhannsdóttir standi á miklum tímamótum í sínu lífi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Dóra og eiginmaður hennar, Egill Egilsson, haldið í sitthvora áttina.

Dóra og Egill skráðu sig í samband á Facebook í fyrrasumar. Þá greindi Vísir frá því síðasta haust að Dóra hefði beðið Egils óvænt á spunasýningu Improv Ísland. Gengu þau svo í hjónaband í febrúar á þessu ári.

Nú hafa þau hins vegar haldið hvort í sína áttina. Smartland greindi fyrst frá.

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Dóru. Hún leikstýrir Áramótaskaupinu en tökur á því hefjast á morgun. Þá fagnaði hún stórum tímamótum nú á dögunum þegar hélt upp á það að hafa verið edrú í þúsund daga.


Tengdar fréttir

Dóra og Egill eru orðin hjón

Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Egill Einarsson gengu í hjónaband þann 12. febrúar síðastliðinn. Dóra birti fallegar brúðkaupsmyndir á samfélagsmiðlum frá stóra deginum.

Dóra fór á skeljarnar í miðri sýningu

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans er trúlofuð. Dóra bað Egils Egilssonar kærasta síns óvænt á spunasýningu Improv Ísland. Parið skráði sig í samband á Facebook nú í sumar eins og fram kom hér á Vísi.

Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×