„Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Einar og Aron giftu sig í Portúgal og áttu draumabrúðkaup. Aðsend Hinir nýgiftu Einar Guðmundsson og Aron Freyr eru búnir að vera par í rúm átta ár, eru báðir grafískir hönnuðir og reka saman verslunina Mikado á Hafnartorgi. Þeir trúlofuðu sig í Lissabon og á borgin svo stóran stað í hjarta þeirra að þeir ákváðu að halda brúðkaupið þar sömuleiðis. Blaðamaður ræddi við Einar og Aron um stóra daginn. Hvenær og hvernig kynntust þið? Fyrstu kynni voru á Tinder árið 2015 þó ekkert hafi orðið úr því nema „match“. Hvorugur opnaði á samtal en það var svo í janúar árið 2016 sem leiðir okkar lágu saman fyrir tilstilli sameiginlegrar vinkonu. Einar og Aron áttu gullfallegan brúðkaupsdag í Portúgal.Aðsend Hvernig var trúlofunin? Við sátum á uppáhalds veitingastaðnum okkar í Lissabon, í október 2019. Við vorum mikið að ræða hjónabönd og bónorð og ég (Einar) spyr Aron hvort hann langi til að gifta sig, sem hann svarar játandi og spyr svo hvort þetta hafi nokkuð verið bónorð. Ég fer í algjört kerfi þar sem það var nú ekki ætlunin en svara því svona „Já, nei, kannski?“ Við það fer Aron að hlæja og við ákváðum að trúlofa okkur. Við fórum næsta dag í verslun í borginni og keyptum tvo hringa. Einar og Aron trúlofuðust í Lissabon og því lág vel við að gifta sig þar!Aðsend Sáuð þið alltaf fyrir ykkur að halda giftingu á sólríkum stað erlendis? Í rauninni ekki, giftingin er búin að vera að malla í höfðinu okkar í um 5 ár. Fyrst vorum við að gæla við sveitabrúðkaup á Íslandi. Svo langaði okkur að gera eitthvað öðruvísi. Við bjuggum í Lissabon í ár ár, við trúlofuðum okkur þar og borgin á sérstakan stað í hjörtum okkar, þar sem við festum rætur. Svo þegar við veltum því upp að halda veisluna þar lá það í augum uppi og tengdi þetta allt svo fallega saman. Einar og Aron eiga sérstaka tengingu við Portúgal og var brúðkaupið haldið á draumkenndum stað.Aðsend Hvenær byrjaði undirbúningur fyrir þennan stóra dag? Segja má að ferlið við skipulagningu dagsins hafi byrjað af alvöru um sumarið 2023. Svo þetta tók rúmt ár. Hvernig var dagurinn og hvað stendur upp úr? Dagurinn var algjörlega fullkominn. Það hafði rignt í þrjá daga fyrir helgina og 90% af dagskránni var skipulögð utandyra, svo við urðum nokkuð stressaðir hvað það varðar. Þó svo að við höfum verið með plan b, þá vill maður auðvitað vinna með plan a. Það stendur upp úr þegar við gengum að athöfninni og horfðum á allt besta fólkið okkar saman komið til uppáhalds borgarinnar að fagna með okkur. Það er minning sem við munum aldrei gleyma. Aron og Einar segja ógleymanlegt að hafa fagnað ástinni með fólkinu sínu.Aðsend Voruð þið með viðburði í nokkra daga eða hvernig var skipulagið? Þetta var ákveðin vikudagskrá. Við flugum út á mánudegi fyrir daginn, ásamt um fimmtíu öðrum. Svo var fólk að tínast til borgarinnar yfir vikuna og flest fóru svo heim á mánudag eftir helgina. Við nýttum vikuna vel til að eyða tíma með sem flestum og á föstudeginum vorum við með fordrykk sem upphitun fyrir stóra daginn. Brúðkaupið var að einhverju leyti vikudagskrá og skemmtu Einar og Aron sér gríðarlega vel með þeirra besta fólki.Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart við skipulagið? Umfangið og fjöldi ákvarðana sem þarf að taka. Gott er að þekkja til staðhátta ef skipuleggja á veislu erlendis og nýttum við okkur tengslanetið sem við höfum myndað við góða vini í Portúgal sem kom sér að góðum notum við skipulagninguna. Það vann vel með strákunum hvað þeir þekktu staðarhætti vel.Aðsend Hvert fóruð þið svo í brúðkaupsferð? Við fórum í þrjár nætur eftir veisluna til uppáhalds vínhéraðsins okkar í Portúgal til að slaka á og hlaða batteríin. Hvað stendur upp úr frá henni? Umhverfið, stillan og samveran. Einar og Aron mæla með að byrja nógu snemma í brúðkaupsundirbúningi.Aðsend Eruð þið með eitthvað gott ráð fyrir fólk sem er að skipuleggja giftingu um þessar mundir? Byrja nógu snemma í ferlinu og reyna að afgreiða sem flesta hluti jafnóðum. Mikilvægt er að hafa góðan veislustjóra sem stýrir deginum og tekur allar áhyggjur af hjónunum. Hér má sjá nokkrar fleiri vel valdar myndir frá brúðkaupsdeginum: Veðrið var upp á sitt allra besta.Aðsend Glæsilegir gestir á glæsilegum stað!Aðsend Fallegt umhverfi!Aðsend Veislugestir gengu saman yfir í veislusalinn.Aðsend Gullfallegt borðhald.Aðsend Vinir að skála fyrir ástinni.Aðsend Aron að græja sig.Aðsend Öll smáatriði voru falleg.Aðsend Sólin skein.Aðsend Einar að gera sig tilbúinn.Aðsend Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Hvenær og hvernig kynntust þið? Fyrstu kynni voru á Tinder árið 2015 þó ekkert hafi orðið úr því nema „match“. Hvorugur opnaði á samtal en það var svo í janúar árið 2016 sem leiðir okkar lágu saman fyrir tilstilli sameiginlegrar vinkonu. Einar og Aron áttu gullfallegan brúðkaupsdag í Portúgal.Aðsend Hvernig var trúlofunin? Við sátum á uppáhalds veitingastaðnum okkar í Lissabon, í október 2019. Við vorum mikið að ræða hjónabönd og bónorð og ég (Einar) spyr Aron hvort hann langi til að gifta sig, sem hann svarar játandi og spyr svo hvort þetta hafi nokkuð verið bónorð. Ég fer í algjört kerfi þar sem það var nú ekki ætlunin en svara því svona „Já, nei, kannski?“ Við það fer Aron að hlæja og við ákváðum að trúlofa okkur. Við fórum næsta dag í verslun í borginni og keyptum tvo hringa. Einar og Aron trúlofuðust í Lissabon og því lág vel við að gifta sig þar!Aðsend Sáuð þið alltaf fyrir ykkur að halda giftingu á sólríkum stað erlendis? Í rauninni ekki, giftingin er búin að vera að malla í höfðinu okkar í um 5 ár. Fyrst vorum við að gæla við sveitabrúðkaup á Íslandi. Svo langaði okkur að gera eitthvað öðruvísi. Við bjuggum í Lissabon í ár ár, við trúlofuðum okkur þar og borgin á sérstakan stað í hjörtum okkar, þar sem við festum rætur. Svo þegar við veltum því upp að halda veisluna þar lá það í augum uppi og tengdi þetta allt svo fallega saman. Einar og Aron eiga sérstaka tengingu við Portúgal og var brúðkaupið haldið á draumkenndum stað.Aðsend Hvenær byrjaði undirbúningur fyrir þennan stóra dag? Segja má að ferlið við skipulagningu dagsins hafi byrjað af alvöru um sumarið 2023. Svo þetta tók rúmt ár. Hvernig var dagurinn og hvað stendur upp úr? Dagurinn var algjörlega fullkominn. Það hafði rignt í þrjá daga fyrir helgina og 90% af dagskránni var skipulögð utandyra, svo við urðum nokkuð stressaðir hvað það varðar. Þó svo að við höfum verið með plan b, þá vill maður auðvitað vinna með plan a. Það stendur upp úr þegar við gengum að athöfninni og horfðum á allt besta fólkið okkar saman komið til uppáhalds borgarinnar að fagna með okkur. Það er minning sem við munum aldrei gleyma. Aron og Einar segja ógleymanlegt að hafa fagnað ástinni með fólkinu sínu.Aðsend Voruð þið með viðburði í nokkra daga eða hvernig var skipulagið? Þetta var ákveðin vikudagskrá. Við flugum út á mánudegi fyrir daginn, ásamt um fimmtíu öðrum. Svo var fólk að tínast til borgarinnar yfir vikuna og flest fóru svo heim á mánudag eftir helgina. Við nýttum vikuna vel til að eyða tíma með sem flestum og á föstudeginum vorum við með fordrykk sem upphitun fyrir stóra daginn. Brúðkaupið var að einhverju leyti vikudagskrá og skemmtu Einar og Aron sér gríðarlega vel með þeirra besta fólki.Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart við skipulagið? Umfangið og fjöldi ákvarðana sem þarf að taka. Gott er að þekkja til staðhátta ef skipuleggja á veislu erlendis og nýttum við okkur tengslanetið sem við höfum myndað við góða vini í Portúgal sem kom sér að góðum notum við skipulagninguna. Það vann vel með strákunum hvað þeir þekktu staðarhætti vel.Aðsend Hvert fóruð þið svo í brúðkaupsferð? Við fórum í þrjár nætur eftir veisluna til uppáhalds vínhéraðsins okkar í Portúgal til að slaka á og hlaða batteríin. Hvað stendur upp úr frá henni? Umhverfið, stillan og samveran. Einar og Aron mæla með að byrja nógu snemma í brúðkaupsundirbúningi.Aðsend Eruð þið með eitthvað gott ráð fyrir fólk sem er að skipuleggja giftingu um þessar mundir? Byrja nógu snemma í ferlinu og reyna að afgreiða sem flesta hluti jafnóðum. Mikilvægt er að hafa góðan veislustjóra sem stýrir deginum og tekur allar áhyggjur af hjónunum. Hér má sjá nokkrar fleiri vel valdar myndir frá brúðkaupsdeginum: Veðrið var upp á sitt allra besta.Aðsend Glæsilegir gestir á glæsilegum stað!Aðsend Fallegt umhverfi!Aðsend Veislugestir gengu saman yfir í veislusalinn.Aðsend Gullfallegt borðhald.Aðsend Vinir að skála fyrir ástinni.Aðsend Aron að græja sig.Aðsend Öll smáatriði voru falleg.Aðsend Sólin skein.Aðsend Einar að gera sig tilbúinn.Aðsend
Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira