Lífið

Bein út­sending: Vikulöng þrek­raun Einars

Bjarki Sigurðsson skrifar
Einar æfði í fimmtíu klukkustundir árið 2022 til styrktar Píeta.
Einar æfði í fimmtíu klukkustundir árið 2022 til styrktar Píeta. Hörður Ásbjörnsson

Í dag hefst átak þar sem Einar Hansberg Árnason hyggst framkvæma röð krefjandi æfinga samtals 500 sinnum, dag og nótt í heila viku. Einar vill með þessu vekja athygli á sjálfsvígstíðni og mikilvægri starfsemi Píeta samtakanna.

Einar hefst handa í líkamsræktarstöðinni Afreki í Skógarhlíð klukkan 16 í dag, laugardag, og klárar síðustu umferðina laugardaginn í næstu viku. Með þessu vill Einar vekja athygli á tíðni sjálfsvíga, ásamt mikilvægu starfi Píeta samtakanna. Einar hefur áður lagt samtökunum lið, síðast fyrir tveimur árum þegar hann æfði samfellt í 50 klukkustundir. 

Hægt er að fylgjast með Einari í beinu streymi hér fyrir neðan:

„Við erum að vekja athygli á mjög mikilvægu málefni,“ segir hann. „Það er óþægilegt að ræða þessi mál en við þurfum að geta gert það. Fólk á ekki að þurfa að þjást í skugganum — við erum hér fyrir hvert annað,“ er haft eftir Einari í tilkynningu.

Rætt verður við Einar um framtakið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×