Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 13:39 Nicholas Rossi fyrir utan dómshús í Edinborg. AP/Jane Barlow Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna. Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna.
Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira