Heimtar afsökunarbeiðni frá Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 13:30 Michael Jordan skorar á Isiah Thomas í frægu einvígi Chicago Bulls og Detroit Pistons í úrslitakeppninni 1991. Getty/Focus Isiah Thomas er ekki búinn að fyrirgefa Michael Jordan og þá erum við ekki bara að tala um Draumaliðið í Barcelona 1992. Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira