Íslandsvinur kallar sig nú Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2022 18:33 Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson er nýtt nafn, allavega á samfélagsmiðlum, listamannsins sem var áður þekktur sem Rainn Wilson. Amanda Edwards/Getty Images Íslandsvinurinn og gamanleikarinn Rainn Wilson tilkynnti í gær að hann hefði breytt nafni sínu í Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson á helstu samfélagsmiðlum. Það gerði hann í nafni baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Wilson er meðlimur samtakanna Arctic Basecamp, sem vinna að því að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á Norðurheimskautið og afleiddar afleiðingar þeirra. Vísir fjallaði nýverið um samtökin þegar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, gisti í tjaldi fyrir utan Hörpu á vegum samtakanna. Wilson, eða Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson líkt og hann kallar sig nú, segir að með því að breyta nafni sínu ætli hann að vekja athygli á loftslagsvánni og þeirri hættu sem bráðnun Norðurheimskautsins veldur um allan heim. Hann tilkynnti nafnbreytinguna í myndskeiði á Twitter. Hann hefur þó ekki getað breytt nafni sínu á þeim miðli vegna nýrra reglna eftir að Elon Musk tók við völdum þar á bæ. Join me @ @ArcticBasecamp in bringing attention to the melting issue. We need world leaders to take action at COP 27!The Arctic is melting at Millions of Liters per second, yet this problem can t seem to make a name for itself, so we ll make a name for it.Go to link in bio pic.twitter.com/TgEG84fOmQ— RainnWilson (@rainnwilson) November 9, 2022 Nýja nafnið mætti þýða á íslensku sem Rigning Hitabylgja Hækkandi Sjávarstaða Wilson, en það eru allt afleiðingar hækkandi hitastigs í heiminum. Fyrir utan Wilson, auðvitað. Þá leggur hann til að fleiri stjörnur breyti nöfnum sínum og stingur meðal annars upp á nöfnunum Cardi The Arctic B Melting, Harrison Why Not Drive An Electric? Ford og Leonardo Di-Polar Ice Caprio Are Melting. Rainnfall hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum, meðal annars til þess að leika í Ráðherranum, og telst því til svokallaðra Íslandsvina. Þó fór hann heldur ófögrum orðum um landið á Instagram í sumar. Loftslagsmál Bíó og sjónvarp Norðurslóðir Tengdar fréttir Þekktur bandarískur gamanleikari í Ráðherranum 15. maí 2019 11:32 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Wilson er meðlimur samtakanna Arctic Basecamp, sem vinna að því að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á Norðurheimskautið og afleiddar afleiðingar þeirra. Vísir fjallaði nýverið um samtökin þegar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, gisti í tjaldi fyrir utan Hörpu á vegum samtakanna. Wilson, eða Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson líkt og hann kallar sig nú, segir að með því að breyta nafni sínu ætli hann að vekja athygli á loftslagsvánni og þeirri hættu sem bráðnun Norðurheimskautsins veldur um allan heim. Hann tilkynnti nafnbreytinguna í myndskeiði á Twitter. Hann hefur þó ekki getað breytt nafni sínu á þeim miðli vegna nýrra reglna eftir að Elon Musk tók við völdum þar á bæ. Join me @ @ArcticBasecamp in bringing attention to the melting issue. We need world leaders to take action at COP 27!The Arctic is melting at Millions of Liters per second, yet this problem can t seem to make a name for itself, so we ll make a name for it.Go to link in bio pic.twitter.com/TgEG84fOmQ— RainnWilson (@rainnwilson) November 9, 2022 Nýja nafnið mætti þýða á íslensku sem Rigning Hitabylgja Hækkandi Sjávarstaða Wilson, en það eru allt afleiðingar hækkandi hitastigs í heiminum. Fyrir utan Wilson, auðvitað. Þá leggur hann til að fleiri stjörnur breyti nöfnum sínum og stingur meðal annars upp á nöfnunum Cardi The Arctic B Melting, Harrison Why Not Drive An Electric? Ford og Leonardo Di-Polar Ice Caprio Are Melting. Rainnfall hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum, meðal annars til þess að leika í Ráðherranum, og telst því til svokallaðra Íslandsvina. Þó fór hann heldur ófögrum orðum um landið á Instagram í sumar.
Loftslagsmál Bíó og sjónvarp Norðurslóðir Tengdar fréttir Þekktur bandarískur gamanleikari í Ráðherranum 15. maí 2019 11:32 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira